Heiðruðu Ridley Scott

Margar af helstu stjörnum Hollywood voru viðstaddar þegar breski kvikmyndagerðarmaðurinn Ridley Scott var heiðraður fyrir störf sín í þágu kvikmyndanna. Scott hlaut American Cinematheque-verðlaunin á föstudagskvöldið í Los Angeles.

Meðal kvikmynda sem Scott hefur gert á fimmtíu ára ferli sínum eru: Alien, Blade Runner og Gladiator. Margar af stjörnunum í kvikmyndum Scotts mættu á staðinn. Má þar nefna Matt Damon, Ben Kingsley, Noomi Rapace og Sigourney Weaver.

„Hann er bestur – hann er átrúnaðargoð og veitir öllum leikurum sem fyrir hann starfa bestu starfsaðstæður sem eru í boði þannig að þér líður vel og ert öruggur. En á sama tíma eru allir möguleikar opnir,“ segir Rapace. Sænska leikkonan lék í mynd Scotts Prometheus árið 2012 og Alien: Covenant árið á eftir. Hún segir að hennar eftirlætismynd úr safni leikstjórans sé vegamyndin Thelma and Louise frá árinu 1991.

Scott hefur gert alls 24 kvikmyndir en hann hefur aldrei hlotið Óskarsverðlaunin fyrir leikstjórn þrátt fyrir að hafa í þrígang verið tilnefndur fyrir Black Hawk Down (2001), Gladiator (2000) og Thelma and Louise.

Hér er hægt að skoða lista yfir myndir Ridleys Scotts

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er góð regla að vera við öllu búinn þannig að óvænt atvik setji ekki allt úr skorðum. Mikil vinna, hollur matur og hreyfing eru olían sem þú átt að baða þig upp úr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
3
Anna Bågstam
4
Lucinda Riley og Harry Whittaker
5
Elly Griffiths
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er góð regla að vera við öllu búinn þannig að óvænt atvik setji ekki allt úr skorðum. Mikil vinna, hollur matur og hreyfing eru olían sem þú átt að baða þig upp úr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
3
Anna Bågstam
4
Lucinda Riley og Harry Whittaker
5
Elly Griffiths