Viðurkennir að hafa sagt hana of feita

Nawat Itsaragrisil, eigandi keppninnar Miss Grand International.
Nawat Itsaragrisil, eigandi keppninnar Miss Grand International. Ljósmynd / the great pageant community

Nawat Itsaragrisil, eigandi Miss Grand International-keppninnar, viðurkennir að hafa sagt Örnu Ýri Jónsdóttur að hún þyrfti að grenna sig ef hún ætlaði að ná árangri í fegurðarsamkeppninni.

Eins og alþjóð veit dró Arna Ýr sig úr keppni, en hún er nú komin heim eftir að hafa fengið þau skilaboð frá eiganda keppninnar að hún væri talin of feit, og að axlir hennar þættu of breiðar. Þá var henni einnig ráðlagt að hætta að borða kvöldmat, borða einungis salat í hádegismat og drekka vatn á kvöldin fram að keppni.

Itsaragrisil viðurkennir í samtali við Independent að starfsfólk á hans vegum hafi komið boðunum áleiðis til Örnu Ýrar, enda sé venja að benda keppendum á hvað betur megi fara.

„Allir ættu að sýna framfarir,“ sagði Itsaragrisil og bætti við að Arna Ýr hefði virst vera „grennri og fegurri“ á ljósmyndum sem hann sá af henni áður en keppni hófst.

„Hún bað starfsfólkið um ráð. Henni var sagt að hún væri svolítið feit og þau bentu henni góðlega á að reyna að grenna sig til þess að auka vinningslíkur hennar.“

„Það var eitt atvik þar sem hún sýndi ljósmyndir frá fyrri keppnum, en mér virtist hún vera grennri og fegurri á þeim. Ég skil ekki tilganginn með því, enda erum við að horfa á ástandið eins og það er í dag. Ekki hvernig hún leit út áður fyrr,“ sagði Itsaragrisil einnig í viðtalinu.

Viðbrögð Örnu Ýrar hafa vakið mikið umtal, og hefur verið fjallað um málið úti um allan heim. Eins og áður sagði er Arna Ýr nú komin heim til Íslands, en hún hefur gefið það út að hún sé hætt afskiptum af fegurðarsamkeppnum.

Arna Ýr lét ekki bjóða sér neina vitleysu og hætti …
Arna Ýr lét ekki bjóða sér neina vitleysu og hætti keppni. Ljómsynd / Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar