Fyrsti þáttur af The Grand Tour, sem þremenningarnir Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May sjá um, hefur hlotið prýðilega dóma eins og fram kemur í frétt BBC.
Þremenningarnir fluttu sig yfir á streymisveituna Amazon Prime eftir að Clarkson var sagt upp störfum, en hann réðst að samstarfsmanni sínum á BBC þegar hann var þáttastjórnandi Top Gear.
Nýir þættir þremenninganna virðast falla áhorfendum vel í kramið, en fyrsti þáttur fór í loftið í gærkvöldi.
Þá sagði gagnrýnandinn Ben Travis að þættirnir væru frábærir.
„Þeir sem aldrei hafa verið aðdáendur Jeremy Clarkson munu líklega ekki verða yfir sig hrifnir, en fyrsti þáttur af The Grand Tour er afar góður og skilur misheppnaða tilraun BBC til að endurlífga Top Gear eftir í svaðinu.“
Sam Wollaston skrifaði í rýni sinni fyrir Guardian að „þú getur sett eitthvað í annað ílát, en það mun samt sem áður bragðast eins. Hvort sem fólki líkar það betur eða verr ber þetta keim af Clarkson, Hammond og May. Aðdáendur gömlu Top Gear þáttanna munu vera sérlega glaðir.“
„Nýja þáttaröðin mun sannarlega hjálpa til við að afmá minningarnar um hina hræðilegu tilraun til að láta Chris Evans stýra Top Gear. Bílaáhugamenn geta tekið gleði sína á ný,“ sagði Ed Power, sem skrifar fyrir The Telegraph.
Frétt mbl.is: Áhorf á Top Gear hríðféll
Frétt mbl.is: Chris Evand hættir í Top Gear