Kanye hélt þrumuræðu og stormaði af sviðinu

Kanye West á sviði í Kaliforníu í síðasta mánuði.
Kanye West á sviði í Kaliforníu í síðasta mánuði. AFP

Aðdáendur rapparans Kanye West í Sacramento voru ringlaðir og reiðir eftir að hann lauk tónleikum sínum aðeins hálftíma eftir að þeir byrjuðu. Þegar West hafði flutt tvö lög hélt hann sundurlausa þrumuræðu yfir mannfjöldanum og stormaði síðan af sviðinu. 

West byrjaði tónleikana einum og hálfum tíma á eftir áætlun og komst í gegnum tvö lög áður en hann ákvað að deila frekar hugsunum sínum með tónleikagestum.

Þar skammaðist hann með fúlu orðbragði yfir útvarpsstöðvum, Google, Facebook, rapparanum Jay-Z og Beyoncé sem hann sakaði um að hafa beitt bellibrögðum til að vinna tónlistarmyndbandsverðlaun MTV. Þá baunaði hann á Hillary Clinton.

Að svo búnu yfirgaf West sviðið undir hrópum og formælingum tónleikagesta sem kunnu honum litlar þakkir fyrir enda höfðu sumir þeirra eytt hundruðum dollara í miða á tónleikana, að því er kemur fram í frétt Washington Post.

Á tónleikum í San José á fimmtudag greip West einnig málæði þar sem hann lýsti fyrir gestum hvernig hann hefði ekki kosið í forsetakosningunum en ef hann hefði gert það þá hefði hann kosið Donald Trump. Þá ítrekaði hann áhuga sinn á að bjóða sig fram til forseta árið 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Loka