Segist vilja kaupa barn

Katie Price nennir ekki að ganga með annað barn, og …
Katie Price nennir ekki að ganga með annað barn, og vill helst festa kaup á einu slíku sem fyrst. Ljósmynd / skjáskot Times

Fyrrverandi glamúrfyrirsætan Katie Price greindi frá því á dögunum að hún hefði áhuga á því að stækka fjölskyldu sína. Price er þó ekki á þeim buxunum að ganga í gegnum aðra meðgöngu, en hún á fimm börn fyrir.

„Ég elska börn og var að hugsa með sjálfri mér hvernig ég gæti orðið mér úti um eitt fljótlega,“ sagði Price í viðtali við The Times.

Price upplifði fæðingarþunglyndi eftir að sonur hennar, Junior, kom í heiminn auk þess sem dóttir hennar Bunny fæddist fyrir tímann. Hún getur því ekki hugsað sér að ganga með annað barn.

„Ég veit að það er erfitt að ættleiða, þannig að ég var að hugsa með mér hvort ég ætti ekki bara að kaupa eitt erlendis,“ sagði Price, og var þó eflaust að grínast.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einbeitingarhæfileikar þínir eru tilkomumiklir. Framandi, fjarlægir staðir vekja forvitni í huga þínum núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einbeitingarhæfileikar þínir eru tilkomumiklir. Framandi, fjarlægir staðir vekja forvitni í huga þínum núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir