Málið í höndum lögmanna

Bieber blóðgaði aðdáandann.
Bieber blóðgaði aðdáandann. Ljósmynd / skjáskot Mirror

Kevin Ramirez, pilturinn sem Justin Bieber kýldi fyrir tónleika sína í Barcelona á dögunum, hefur ákveðið að láta málið í hendur lögmanna sinna. Ramirez er 18 ára, en áður hafði verið greint frá því að hann væri undir lögaldri.

Frétt mbl.is: Bieber kýldi aðdáanda

 „Málið er nú í höndum lögmanna minna. Ég get ekki gefið frekari upplýsingar að svo stöddu,“ sagði Ramirez í útvarpsviðtali.

Hann lýsti því ennfremur yfir að hann væri vonsvikinn og sár út í söngvarann, en að hans mati var hnefahöggið algerlega óþarft.

Samkvæmt frétt Mirror fór Ramirez heim eftir árásina, enda með sprungna vör. Hann var því ekki viðstaddur tónleikana sjálfa.

Talsmaður lögreglunnar greindi frá því í gær að litið væri á atvikið sem smávægilegt brot, en ekki glæp. Það væri því undir Ramirez sjálfum komið hvort hann vildi kæra verknaðinn. Ef ekki yrði lögð fram kæra myndi lögreglan ekkert aðhafast í málinu.

Justin Bieber hefur ekki tjáð sig um málið við fjölmiðla.
Justin Bieber hefur ekki tjáð sig um málið við fjölmiðla. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir