11 ára sonur hjónanna Victoru og David Beckham, Cruz Beckham, gaf út sitt fyrsta lag í dag. Um er að ræða jólalag sem ber nafnið If Every Day Was Christmas. Drengurinn á ekki langt að sækja tónlistarhæfileika sína því ekki má gleyma því að móðir hans var í vinsælustu hljómsveit heims fyrir 20 árum, Kryddpíunum.
Faðir drengsins, David Beckham, tók sig til og birti myndband á Instagram-síðu sinni þar sem Cruz er að hlusta á sjálfan sig. Þess má geta að faðirinn er umboðsmaður sonar síns og má búast við því að hann verði stórt nafn í tónlistarbransanum innan tíðar. Alla vega valdi hann enga nýgræðinga til að vinna með sér því Scooter Braun er útgefandi hans en hann hefur unnið með mörgun stórstjórnum í gegnum tíðina. Þar á meðal Justin Bieber.
Þess má geta að Cruz Beckham kom til Íslands í sumar þegar fjölskyldan heimsótti Kristínu Ólafsdóttur og Björgólf Thor Björgólfsson. Cruz og sonur Björgólfs og Kristínar, Daníel Darri, eru vinir en þeir kynntust í London.
Frétt af mbl.is: Þekkjast í gegnum börnin
A video posted by David Beckham (@davidbeckham) on Dec 7, 2016 at 1:10am PST