11 ára Beckham gefur út sitt fyrsta lag

Mæðginin Victoria Beckham og sonur hennar Cruz.
Mæðginin Victoria Beckham og sonur hennar Cruz. mbl

11 ára sonur hjónanna Victoru og David Beckham, Cruz Beckham, gaf út sitt fyrsta lag í dag. Um er að ræða jólalag sem ber nafnið If Every Day Was Christmas. Drengurinn á ekki langt að sækja tónlistarhæfileika sína því ekki má gleyma því að móðir hans var í vinsælustu hljómsveit heims fyrir 20 árum, Kryddpíunum. 

Faðir drengsins, David Beckham, tók sig til og birti myndband á Instagram-síðu sinni þar sem Cruz er að hlusta á sjálfan sig. Þess má geta að faðirinn er umboðsmaður sonar síns og má búast við því að hann verði stórt nafn í tónlistarbransanum innan tíðar. Alla vega valdi hann enga nýgræðinga til að vinna með sér því Scooter Braun er útgefandi hans en hann hefur unnið með mörgun stórstjórnum í gegnum tíðina. Þar á meðal Justin Bieber. 

Þess má geta að Cruz Beckham kom til Íslands í sumar þegar fjölskyldan heimsótti Kristínu Ólafsdóttur og Björgólf Thor Björgólfsson. Cruz og sonur Björgólfs og Kristínar, Daníel Darri, eru vinir en þeir kynntust í London. 

Frétt af mbl.is: Þekkjast í gegnum börnin





mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leggðu heiðarlegt mat á tilfinningalíf þitt. Hafðu það að leiðarljósi og trúðu því að þú sért ábyrgur fyrir eigin lífi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leggðu heiðarlegt mat á tilfinningalíf þitt. Hafðu það að leiðarljósi og trúðu því að þú sért ábyrgur fyrir eigin lífi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir