Bowie var boðið hlutverk í LOTR

David Bowie var boðið hlutverk Gandálfs.
David Bowie var boðið hlutverk Gandálfs. AFP

Framleiðendur Lord of the Rings fóru þess á leit við David Bowie að hann tæki að sér hlutverk í þríleiknum en umboðsmaður hans var fljótur að svara því til að tónlistarmaðurinn væri önnum kafinn, líkt og viðbúið var.

En hvaða hlutverk var það sem þeir vildu fá hann til að bregða sér í?

Jú, Amy Hubbard hefur uppljóstrað því að leikstjórinn Peter Jackson vildi fá Bowie til að bregða sér í gervi Gandálfs. Hubbard fór fyrir teyminu sem sá um ráðningar fyrir myndirnar.

Frétt mbl.is: Vildi Bowie leika Gandalf?

„Við nálguðumst hann [vegna Gandálfs]. Ég er nokkuð viss um að Peter Jackson hafi fengið hugmyndina á fyrstu vikunum. Þetta var eitthvað sem hann var alltaf að velta fyrir sér og við hringdum í [umboðsmann Bowie] og [Bowie] var allt of upptekinn,“ sagði Hubbard við Huffington Post.

Hlutverk Gandálfs féll að lokum í skaut Ian McKellen.

Þess má geta að annar leikari sem hafnaði hlutverki í Lord of the Rings vegna anna var Nicolas Cage, sem var boðið hlutverk Aragorn. Það féll í hlut Viggo Mortensen að bregða sér í gervi hilmisins óviljuga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka