Selma Björns kynnir á stærstu Eurovision-hátíð heims

Selma Björnsdóttir.
Selma Björnsdóttir. Eggert Jóhannesson

Tilkynnt var í morgun að Selma Björns verður kynnir á Eurovision in Concert-tónleikunum sem fram fara í Amsterdam í apríl. Meðkynnir Selmu er Cornald Maas en það var engin önnur en Hera Björk sem var kynnir ásamt Maas í fyrra. 

Tónleikarnir eru mikilvægur hluti af Eurovision-senunni í Evrópu og ávallt ríkir mikil eftirvænting yfir hverjir komi fram og að sjálfsögðu hverjir kynni.

Þykir þetta til marks um þær vinsældir sem Selma Björns nýtur meðal Eurovision-aðdáenda enda einungis allra mestu Euro-dívurnar sem fá að kynna. Hera Björk hefur einnig notið gríðarlegra vinsælda meðal Eurovision-aðdáenda og því ljóst að þrátt fyrir að Ísland hafi aldrei sigrað í keppninni hafa keppendur okkar sannarlega slegið í gegn.

Selma Björnsdóttir syngur All out of luck sem skilaði henni …
Selma Björnsdóttir syngur All out of luck sem skilaði henni öðru sætinu árið 1999. Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Plánetur sem auka tekjumöguleikana eru í hagstæðri afstöðu fyrir þig. Ef þú reynir, geturðu skilið í sundur góðu tækifærin frá þeim sem þú hagnast bara lítillega af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Plánetur sem auka tekjumöguleikana eru í hagstæðri afstöðu fyrir þig. Ef þú reynir, geturðu skilið í sundur góðu tækifærin frá þeim sem þú hagnast bara lítillega af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir