Carrie Fisher enn á gjörgæslu

Carrie Fisher í október.
Carrie Fisher í október. AFP

Leikkonan Carrie Fisher, sem fékk hjartaáfall um borð í flugvél í gær, er enn á gjörgæslu á sjúkrahúsi í Los Angeles. Þetta staðfestir bróðir hennar í samtali við CNN fréttastofuna.

Fisher var í flugvél á leið frá London Til Los Angeles er hún veiktist. Vélin var þá að nálgast Los Angeles. Er hún lenti var Fisher flutt með hraði á sjúkrahús.

Fisher er sextug. Hún er þekktust fyrir hlutverk Lilju prinsessu í fyrstu Stjörnustríðsmyndunum. 

Fisher var í London við tökur á nýrri þáttaröð þáttanna Catastrophe. Hún er dóttir skemmtikraftanna Debbie Reynolds og Eddie Fisher og fædd í Beverly Hills. Fyrsta kvikmyndahlutverkið var í myndinni Shampoo árið 1975.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup