Harrison Ford miður sín

Harrison Ford.
Harrison Ford. AFP

Leikarinn Harrison Ford var miður sín að heyra að mótleikkona hans í Star Wars, Carrie Fisher, hafi fengið hjartaáfall á Þorláksmessu. Ford segist vera í áfalli yfir fregnunum. „Hugur okkar er hjá Carrie, fjölskyldu hennar og vinum,“ sagði í tilkynningu Ford til tímaritsins People.

Fisher, sem er sextug, var um borð í farþegaþotu á leið frá Lundúnum til Los Angeles á föstudaginn þegar hún fékk hjartaáfall skömmu fyrir lendingu. Eftir lendingu var farið með Fisher á sjúkrahús þar sem hún er nú í stöðugu ástandi.

Fisher afhjúpaði í nýlegri bók sinni, The Princess Diarist, að hún og Ford hefðu átt í leynilegu ástarsambandi við tökurnar á Star Wars á áttunda áratugnum en hún fór eins og flestir vita með hlutverk Lilju prinsessu og Ford með hlutverk Han Solo.

„Ég sagði ekki neitt við neinn í mörg ár en það er ekki eins og  þetta hafi áhrif á einhvern núna,“ sagði Fisher um afhjúpunina í samtali við People fyrr á árinu. „Þetta var rosalegt,“ útskýrði Fisher. „Við voru Han og Lilja á virkum dögum en Carrie og Harrisson um helgar.“

Aðdáendur leikkonunnar hafa verið að senda henni kveðjur á samfélagsmiðlum, m.a. með myllumerkinu #MayTheForceBeWithHer.

Að sögn bróður Fisher í samtali við Entertainment Tonight er Fisher á gjörgæslu. „Það væri frábært ef allir gætu beðið fyrir henni. Læknarnir eru að gera sitt og við viljum ekki trufla þá. Við bíðum þolinmóð.“

Ford og Fisher léku síðast saman í Star Wars myndinni The Force Awakens sem var frumsýnd í desember í fyrra. 

Carrie Fisher er þekktust fyrir hlutverk sitt í Star Wars.
Carrie Fisher er þekktust fyrir hlutverk sitt í Star Wars. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup