Ástand leikkonunnar Carrie Fisher er stöðugt, að sögn móður hennar Debbie Reynolds. Fischer hefur verið á gjörgæslu eftir að hafa fengið hjartaáfall á Þorláksmessu.
Í færslu á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi sagðist Reynolds ætla að láta vita um leið og eitthvað breytist varðandi líðan Fisher.
Þar þakkaði hún jafnframt fyrir bænirnar og allar kveðjurnar sem hafa borist.
Carrie is in stable condition.If there is a change,we will share it. For all her fans & friends. I thank you for your prayers & good wishes. pic.twitter.com/isXJqqFEB6
— Debbie Reynolds (@DebbieReynolds1) December 25, 2016
Frétt mbl.is: Harrison Ford miður sín
Fisher, sem er sextug og sló í gegn í Star Wars, var um borð í farþegaþotu á leið frá Lundúnum til Los Angeles þegar hún fékk hjartaáfall skömmu fyrir lendingu.