Carrie Fisher er látin

Carrie Fisher ásamt leikstjóranum og leikaranum Fisher Stevens.
Carrie Fisher ásamt leikstjóranum og leikaranum Fisher Stevens. AFP

Leikkonan Carrie Fisher er látin, sextug að aldri. Hún fékk hjartaáfall á Þorláksmessu og hafði ástand hennar verið stöðugt undanfarna daga. Hún er nú fallin frá. Fisher er þekktust fyrir leik sinn í Star Wars-myndunum.

Frétt mbl.is: Ástand Carrie Fischer stöðugt

„Með mikilli sorg í hjarta hefur Billie Lourd staðfest að móðir hennar Carrie Fisher lést klukkan 8.55 í morgun,“ sagði talsmaður fjölskyldu Fisher, Simon Halls, í yfirlýsingu sem hann las upp fyrir hönd dóttur Fisher.

AFP

Fis­her var um borð í farþegaþotu á leið frá Lund­ún­um til Los Ang­eles þegar hún fékk hjarta­áfall skömmu fyr­ir lend­ingu.

Frétt mbl.is: Harrison Ford miður sín

Fisher á frumsýningu Star Wars: The Force Awakens á síðasta …
Fisher á frumsýningu Star Wars: The Force Awakens á síðasta ári. AFP

Fis­her var í London við tök­ur á nýrri þáttaröð þátt­anna Cat­astrophe. Hún er dótt­ir skemmtikraft­anna Debbie Reynolds og Eddie Fis­her og fædd í Bever­ly Hills. Fyrsta kvik­mynda­hlut­verkið var í mynd­inni Shampoo árið 1975. Hún lék Lilju prinsessu í fyrstu Star Wars-myndunum en fyrsta myndin kom út árið 1977.



Carrie Fisher og Mark Hamill sem lék á móti henni …
Carrie Fisher og Mark Hamill sem lék á móti henni í Star Wars. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar