Leikkonan Carrie Fisher er látin, sextug að aldri. Hún fékk hjartaáfall á Þorláksmessu og hafði ástand hennar verið stöðugt undanfarna daga. Hún er nú fallin frá. Fisher er þekktust fyrir leik sinn í Star Wars-myndunum.
Frétt mbl.is: Ástand Carrie Fischer stöðugt
„Með mikilli sorg í hjarta hefur Billie Lourd staðfest að móðir hennar Carrie Fisher lést klukkan 8.55 í morgun,“ sagði talsmaður fjölskyldu Fisher, Simon Halls, í yfirlýsingu sem hann las upp fyrir hönd dóttur Fisher.
Fisher var um borð í farþegaþotu á leið frá Lundúnum til Los Angeles þegar hún fékk hjartaáfall skömmu fyrir lendingu.
Frétt mbl.is: Harrison Ford miður sín
Fisher var í London við tökur á nýrri þáttaröð þáttanna Catastrophe. Hún er dóttir skemmtikraftanna Debbie Reynolds og Eddie Fisher og fædd í Beverly Hills. Fyrsta kvikmyndahlutverkið var í myndinni Shampoo árið 1975. Hún lék Lilju prinsessu í fyrstu Star Wars-myndunum en fyrsta myndin kom út árið 1977.
Actress and author Carrie Fisher, best known for role in "Star Wars" series, has died, her daughter's publicist says https://t.co/wxqmktKgK6 pic.twitter.com/kPZbEwj3ob
— CNN Breaking News (@cnnbrk) December 27, 2016