Mark Hamill, sem lék á móti Carrie Fisher í Star Wars-myndunum, segist á Twitter-síðu sinni vera bæði orðlaus og eyðilagður vegna dauða hennar.
no words #Devastated pic.twitter.com/R9Xo7IBKmh
— Mark Hamill (@HamillHimself) December 27, 2016
Frétt mbl.is: Carrie Fisher er látin
Hamill lék Loga geimgengil í Star Wars á meðan Fisher lék Lilju prinsessu.
Whoopi Goldberg sem lék á móti Fisher í myndinni Soapdish árið 1991 minntist hennar einnig á Twitter-síðu sinni og sagði hana hafa verið fyndnari og klárari en nokkur hafði rétt á að vera.
Carrie Fisher has passed, she was funnier&smarter than anyone had the right to be. Sail On Silver Girl. Condolences Debbie & Billie
— Whoopi Goldberg (@WhoopiGoldberg) December 27, 2016
R.I.P.