Star Wars-leikarar minnast Fisher

Carrie Fisher á frumsýningu Star Wars:The Force Awakens á síðasta …
Carrie Fisher á frumsýningu Star Wars:The Force Awakens á síðasta ári. AFP

Fjölskylda, vinir og samstarfsmenn leikkonunnar sálugu Carrie Fisher hafa tjáð sig um dauða hennar, þar á meðal á samfélagsmiðlunum. Fisher, sem var þekktust fyrir hlutverk sitt sem Lilja prinsessa úr Star Wars-myndunum, lést úr hjartaáfalli, sextug aldri.

Frétt mbl.is: Carrie Fisher er látin

„Þakkir til allra sem hafa fagnað hæfileikum minnar ástkæru og mögnuðu dóttur. Ég er þakklát fyrir hugsanir ykkar og bænir, sem munu hjálpa henni á næsta tilverustig,“ sagði móðir Fisher, leikkonan Debbie Reynolds.

Harrison Ford sem lék Han Solo, Anthony Daniels, sem lék C3P0 í Star Wars, David Prowse, sem lék Svarthöfða, Peter Mayhew sem lék Chewbacca, og Billy Dee Williams sem lék Lando Calrissian, minntust mótleikkonu sinnar einnig.

„Carrie var einstök – snjöll, frumleg. Hún var fyndin og tilfinningalega óttalaus. Hún lifði lífi sínu af hugrekki...Við munum öll sakna hennar," sagði Harrison Ford í yfirlýsingu. 

Hinir bættu við á Twitter: 



Áður hafði Mark Hamill, sem lék Loga geimgengil, skrifað að hann væri orðlaus vegna fráfalls hennar.

Frétt mbl.is: Hamill orðlaus vegna dauða Fisher

Leikstjórinn Steven Spielberg minntist Fisher einnig, þar sem hann sagði meðal annars að hún hefði ekki þurft á „mættinum“ að halda. „Hún var náttúruafl, hvað varðar tryggð og vináttu. Ég mun sakna hennar mjög mikið.“

Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres skrifaði á Twitter að Fisher hafi verið snjall handritshöfundur, leikari og vinur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sjaldnast vitum við alla söguna um annað fólk og því eigum við að fara okkur hægt í að dæma. Þú varpar öndinni léttar þegar þú færð fréttir af ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Colleen Hoover
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Sigrún Elíasdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sjaldnast vitum við alla söguna um annað fólk og því eigum við að fara okkur hægt í að dæma. Þú varpar öndinni léttar þegar þú færð fréttir af ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Colleen Hoover
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Sigrún Elíasdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir