Móðir Carrie Fisher flutt á sjúkrahús

Debbie Reynolds er hún tók á móti heiðursverðlaunum Screen Actors …
Debbie Reynolds er hún tók á móti heiðursverðlaunum Screen Actors Guild í fyrra. AFP

Bandaríska leikkonan Debbie Reynolds hefur verið flutt á sjúkrahús, degi eftir að dóttir hennar, Star Wars-leikkonan Carrie Fisher lét lífið.

Hún er talin hafa fengið heilablóðfall. 

Vefsíðan TMZ greindi fyrst frá þessu. 

Reynolds, sem er 84 ára, er sögð hafa verið stödd á heimili sonar síns Todd Fisher í Beverly Hills að ræða við hann um fyrirhugaða jarðarför dóttur sinnar þegar hún veiktist.

Reynolds er þekktust fyrir hlutverk sitt í söngvamyndinni Singing in the Rain frá árinu 1952 þar sem mótleikari hennar var Gene Kelly.

Hún sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna fráfalls dóttur sinnar: „Þakk­ir til allra sem hafa fagnað hæfi­leik­um minn­ar ástkæru og mögnuðu dótt­ur. Ég er þakk­lát fyr­ir hugs­an­ir ykk­ar og bæn­ir, sem munu hjálpa henni á næsta til­veru­stig."

Frétt mbl.is: Stjörnuprinsessan sem fæddist fræg

Carrie Fisher árið 2011.
Carrie Fisher árið 2011. AFP

Reynolds var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir hlutverk sitt í The Unsinkable Molly Brown sem kom út 1964.

Hún gaf út sjálfsævisögu fyrir þremur árum sem nefndist Ósökkvanleg: Æviminningar. Þar greindi hún frá hæðum og lægðum fjölskyldulífsins í Hollywood.

Reynolds var gift föður Carrie Fisher, söngvaranum Eddie Fisher, í fjögur ár á sjötta áratugnum.

Star Wars-leikararnir Carrie Fisher og Mark Hamill á síðasta ári.
Star Wars-leikararnir Carrie Fisher og Mark Hamill á síðasta ári. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sjaldnast vitum við alla söguna um annað fólk og því eigum við að fara okkur hægt í að dæma. Þú varpar öndinni léttar þegar þú færð fréttir af ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Colleen Hoover
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Sigrún Elíasdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sjaldnast vitum við alla söguna um annað fólk og því eigum við að fara okkur hægt í að dæma. Þú varpar öndinni léttar þegar þú færð fréttir af ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Colleen Hoover
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Sigrún Elíasdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir