Debbie Reynolds látin

Mæðgurnar, Carrie Fisher og Debbie Reynolds.
Mæðgurnar, Carrie Fisher og Debbie Reynolds. AFP

Leikkonan Debbie Reynolds er látin 84 ára að aldri, aðeins degi eftir að dóttir hennar, Carrie Fisher, lést.

Frétt mbl.is: Móðir Carrie Fisher flutt á sjúkrahús

Allir þeir sem eru komnir á miðjan aldur muna eftir Debbie Reynolds  dansa og syngja með Gene Kelly og Donald O'Connor  í Singin' in the Rain. Reynolds lést í gærkvöldi en banamein hennar er heilablóðfall. Carrie Fisher, dóttir hennar, fékk hjartaáfall um borð í flugvél á Þorláksmessu en lést á þriðjudag.

Að því er fram kemur á TMZ vefnum fékk hún heilablóðfall á heimili sonar síns, Todd Fisher, í Beverly Hills í gær eftir að hafa sagt: „Ég sakna hennar svo. Mig langar að vera með Carrie".

Gullöld Reynolds var á sjötta áratug síðustu aldar eftir að MGM kvikmyndaverið uppgötvaði hana í fegurðarsamkeppni í Suður-Karólínu. Hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir aðalhlutverkið í myndinni The Unsinkable Molly Brown árið 1954.

Sennilega muna hins vegar flestir eftir henni úr myndinni Singin' in the Rain en utan hvíta tjaldsins fyrir að vera eiginkona söngvarans Eddie Fisher, sem yfirgaf hana fyrir leikkonuna Elizabeth Taylor. Reynolds og Fisher gengu í hjónaband 1955 og eignuðust tvö börn, Carrie og Todd. Þau skildu árið 1959 eftir að hann varð ástfanginn af Taylor. 

Reynolds fékk nafnið Mary Frances Reynolds við fæðingu, 1. apríl 1932 í El Paso, Texas. Hún var annað barn Raymond Francis Reynolds og eiginkonu hans, Maxine. Hún var aðeins 16 ára þegar MGM uppgötvaði hana í fegurðarsamkeppninni.

Að sögn Reynolds var hún mun betri í að velja veitingastaði en eiginmenn en hún var þrígift og þriskilin. Fisher var sá fyrsti en Harry Karl var númer tvö í röðinni. Honum tókst að sóa öllu sparifé hennar í spilavítum. Þriðja hjónabandið entist heldur ekki en hún gekk að eiga fasteignasalann Richard Hamlett árið 1985 en þau skildu árið 1996.

Frétt mbl.is: Stjörnuprinsessan sem fæddist fræg

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar