Leikarinn Steve Martin hefur eytt Twitter færslu sem hann birti upphaflega í gær í kjölfar andláts Carrie Fisher. Í færslunni stóð: Þegar ég var ungur maður fannst mér Carrie Fisher vera fallegasta kona sem ég hafði séð. Síðan kom í ljós að hún var einnig hnyttin og gáfuð.
Allt ætlaði um koll að keyra í kjölfari færslunnar og birti tímaritið New York Magazine færslu þar sem Carrie Fisher ætti að vera hampað fyrir allt annað en útlit sitt. Aðrir hafa bent á að færsla Martin var einlæg og lýsandi. Fisher hafi fyrst birst áhorfendum sem hin íðilfagra prinsessa Lea í Störnustríðsmyndunum og ófáir ungir drengir látið sig dreyma um slíkan kvenkost.
Síðar hafi hún stigið fram sem ötull baráttumaður fyrir geðheilbrigði, barist gegn ungæðisdýrkun í Hollywood, verið opinská með eigin baráttu við geðsjúkdóma og fíkn, svo að fátt eitt sé nefnt.
Martin hefur eytt færslunni og hefur neitað að tjá sig um málið.