Óttaðist mest að lifa dóttur sína

Debbie Reynolds er hún tók á móti heiðursverðlaunum Screen Actors …
Debbie Reynolds er hún tók á móti heiðursverðlaunum Screen Actors Guild í fyrra. AFP

Eins og kunnugt er lést Hollywood goðsögnin Debbie Reynolds aðeins sólarhring eftir dóttur sinni, Carrie Fisher. Var Reynolds að undirbúa útförina þegar hún hneig niður og var flutt á sjúkrahús. 

Sjá frétt mbl.is: Debbie Reynolds látin.

Í æviminningum Reynolds, Unsinkable, sem komu út árið 2013, segir hún:

„Það er ekki eðlilegt að lifa börnin sín. Það hefur alltaf verið minn mesti ótti.“

Engan hefði grunað að orð hennar ættu eftir að hafa forspárgildi eða að þær mæðgur yrðu jarðaðar saman.

Sjá frétt mbl.is: Verða jarðaðar saman.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar