Engin orð geta lýst söknuðinum

Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, en Billie Lourd er …
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, en Billie Lourd er einnig leikkona. Ljósmynd skjáskot / Sky News

Billie Lourd, dóttir leikkonunnar Carrie Fisher, hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið því hún missti bæði móður sína og ömmu með stuttu millibili.

Lourd, sem einnig er leikkona, birti mynd á Instagram-síðu sinni þar sem hún sést í faðmi Carrie Fisher og ömmu sinnar, Debbie Reynolds.

„Undanfarna viku hafa bænir ykkar og falleg orð gefið mér styrk á tímum sem ég hélt að ég ætti hann ekki til. Það eru engin orð sem lýsa því hversu mikið ég mun sakna ömmu minnar og minnar einu sönnu mömmu. Kærleikur ykkar og stuðningur er mér allt.“  

Carrie Fisher lést 27. desember síðastliðinn, en móðir hennar Debbie Reynolds lést degi síðar. Lourd var eina barn Fisher, en faðir hennar er Eddie Fisher sem er fyrrverandi eiginmaður leikkonunnar.

Frétt mbl.is: Verða jarðaðar saman

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar