Munu hvíla hlið við hlið

Mæðgurnar, Carrie Fisher og Debbie Reynolds munu hvíla hlið við …
Mæðgurnar, Carrie Fisher og Debbie Reynolds munu hvíla hlið við hlið. AFP

Carrie Fisher og Debbie Reynolds munu hvíla hvor við hlið annarrar, en samkvæmt frétt AFP fer sameiginleg útför þeirra fram á morgun. Mæðgurnar verða jarðaðar í Forest Lawn-kirkjugarðinum í Hollywood.

Todd Fisher, sonur Reynolds, greindi frá því að hann og Billie Lourd, dóttir Fisher, væru að skipuleggja útför þar sem aðeins nánustu vinir og ættingjar mæðgnanna verða viðstaddir.

Einnig hefur verið greint frá því að fjölskyldan sé að skipuleggja minningarathöfn sem fara á fram í Hollywood Hills, þar sem mæðgurnar bjuggu.

„Ég er ekki viss um hvað þau kalla þetta, minningarathöfn eða erfidrykkju,“ er haft eftir heimildarmanni.

Þá er auk þess talið líklegt að fjölskyldan sé að skipuleggja opinbera minningarathöfn, þó enn hafi ekkert verið gefið upp um þau áform.

Fjöldi stórstjarna hvílir í Forest Lawn-kirkjugarðinum í Hollywood, til að mynda Bette Davis, Buster Keaton, Rod Steiger og David Carradine sem meðal annars lék í kvikmyndunum Kill Bill.

Frétt mbl.is: Engin orð geta lýst söknuðinum

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar