Fékk tíðindin 3 mánuðum fyrir andlát

David Bowie í París árið 2002.
David Bowie í París árið 2002. AFP

Tónlistarmaðurinn David Bowie frétti að hann væri með ólæknandi krabbamein þremur mánuðum fyrir andlát sitt. Þetta kemur fram í bresku heimildarmyndinni David Bowie: The Last Five Years.

Meðan á upptökum á tónlistarmyndbandi við lag hans Lazarus stóð fékk Bowie að vita að krabbameinsmeðferð hans yrði hætt, að því er kom fram á vef BBC.

Heimildarmyndin verður frumsýnd á sjónvarpsstöðinni BBCTwo á laugardaginn, þremur dögum áður en eitt ár verður liðið frá dauða Bowies, sem náði 69 ára aldri.

Myndin fjallar um tónleikaferð hans frá 2003 til 2004 og síðustu fjögur árin í lífi hans.

Að sögn Johan Renck, leikstjóra Lazarus-myndbandsins, fjallaði myndbandið ekki um veikindi Bowies en þar lá hann uppi í rúmi með bundið fyrir augun.

Tony Visconti, upptökustjóri Bowies til langs tíma, sagði í myndinni að tónlistarmaðurinn hafi verið upp á sitt besta á meðan á tökum stóð á síðustu plötu hans, Blackstar.

Hún kom út á afmælisdegi Bowies, 8. janúar, tveimur dögum áður en hann kvaddi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka