Fékk tíðindin 3 mánuðum fyrir andlát

David Bowie í París árið 2002.
David Bowie í París árið 2002. AFP

Tón­list­armaður­inn Dav­id Bowie frétti að hann væri með ólækn­andi krabba­mein þrem­ur mánuðum fyr­ir and­lát sitt. Þetta kem­ur fram í bresku heim­ild­ar­mynd­inni Dav­id Bowie: The Last Five Ye­ars.

Meðan á upp­tök­um á tón­list­ar­mynd­bandi við lag hans Laz­ar­us stóð fékk Bowie að vita að krabba­meinsmeðferð hans yrði hætt, að því er kom fram á vef BBC.

Heim­ild­ar­mynd­in verður frum­sýnd á sjón­varps­stöðinni BBCTwo á laug­ar­dag­inn, þrem­ur dög­um áður en eitt ár verður liðið frá dauða Bowies, sem náði 69 ára aldri.

Mynd­in fjall­ar um tón­leika­ferð hans frá 2003 til 2004 og síðustu fjög­ur árin í lífi hans.

Að sögn Joh­an Renck, leik­stjóra Laz­ar­us-mynd­bands­ins, fjallaði mynd­bandið ekki um veik­indi Bowies en þar lá hann uppi í rúmi með bundið fyr­ir aug­un.

Tony Visconti, upp­töku­stjóri Bowies til langs tíma, sagði í mynd­inni að tón­list­armaður­inn hafi verið upp á sitt besta á meðan á tök­um stóð á síðustu plötu hans, Blackst­ar.

Hún kom út á af­mæl­is­degi Bowies, 8. janú­ar, tveim­ur dög­um áður en hann kvaddi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Í stað þess að hika, skaltu taka ákvarðanir og standa við þær. Vinir þínir sýna þér hlýju og þú sérð að hamingjan felst í því að kunna að meta það sem við eigum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Í stað þess að hika, skaltu taka ákvarðanir og standa við þær. Vinir þínir sýna þér hlýju og þú sérð að hamingjan felst í því að kunna að meta það sem við eigum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir