La La Land með sjö verðlaun

Bandaríska dans- og söngvamyndin La La Land var tilnefnd til sjö Golden Globe verðlauna í ár og hlaut þau öll. Tónskáldið Jóhann Jóhannsson  hlaut ekki verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Arrival heldur var það Justin Hurwitz sem hlaut þau fyrir tónlistina í La La Land.

La La Land var valin besta gamanmyndin og aðalleikarar myndarinnar, Emma Stone og Ryan Gosling, voru bæði valin bestu leikararnir. Eins var leikstjóri myndarinn Damien Chazelle valinn sá besti, handritið var einnig valið það besta og eins titillagið. 

Ryan Gosling og Emma Stone léku aðalhlutverkin í La La …
Ryan Gosling og Emma Stone léku aðalhlutverkin í La La Land og fengu bæði verðlaun fyrir frammistöðu sína. AFP

Moonlight var valin besta myndin í flokki dramamynda og Casey Affleck og Isabelle Huppert hlutu verðlaun í þeim flokki fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Manchester by the Sea og Elle.

Franska kvikmyndin Elle, þar sem Huppert fór með aðalhlutverkið, var einnig valin besta myndin á erlendu tungumáli.

Allt þykir benda til þess að La La Land verði áberandi þegar tilnefningar til Óskarsverðlauna verða kynntar en Golden Globe-verðlaunin þykja oft góð vísbending um hvaða myndir eigi eftir að vera áberandi á Óskarsverðlaunahátíðinni.

„Þetta er mynd fyrir draumórafólk,“ segir Emma Stone en hún fer með hlutverk Miu í myndinni. „Ég held að von og sköpun séu tvö af mikilvægustu hlutum heimsins. Og það er það sem myndin snýst um,“ bætti hún við.

Ryan Gosling, sem leikur jazzpíanóleikarann Sebastian, flutti hjartnæma ræðu á verðlaunaafhendingunni í nótt og beindi orðum sínum til konu sinnar, Evu Mendes. Sagðist hann vilja þakka sérstaklega einni manneskju fyrir og á meðan hann hafi dansað, sungið og leikið á píanóið hafi Mendes alið upp dóttur þeirra, gengið með aðra dóttur og aðstoðað bróður sinn í baráttu hans við krabbamein.

Aldrei áður hefur kvikmynd hlotið jafnmörg Golden Globe verðlaun og La La Land nú. Fyrra metið var sett árið 1975 þegar Gaukshreiðrið fékk sex verðlaun og það met var jafnað árið 1978 með Midnight Express.

Hópurinn á bak við La La Land.
Hópurinn á bak við La La Land. AFP

Kvikmynd Kenneth Lonergans, Manchester by the Sea, hlaut ein verðlaun og það var leikur Casey Affleck sem skilaði þeim. Affleck þakkaði Lonergan fyrir þegar hann tók við verðlaununum. „Ég hef ekki nægan tíma hér til þess að segja allt það sem mig langar til að segja um Kenny. Ég læt því nægja að segja að ég elska þig, þú ert fallegur, þú er fjársjóður fyrir okkur öll sem höfum ánægju af kvikmyndum og að starfa við kvikmyndir,“ sagði Affleck þegar hann tók við styttu fyrir bestan leik í aðalhlutverki í dramamynd.

Fyrir fram hafði því verið spáð að kvikmyndin Moonlight myndi hljóta nokkur verðlaun en hún var tilnefnd til sex verðlauna. Hins vegar hlaut myndin aðeins ein verðlaun en hún var eins og áður sagði valin besta dramamyndin. Jafnframt vakti athygli að Huppert fengi verðlaunin fyrir leik sinn í Elle en ekki Natalie Portman fyrir túlkun sína á Jackie Kennedy í Jackie.

Tónskáldin og textahöfunarnir Benj Pasek, Justin Hurwitz og Justin Paul, …
Tónskáldin og textahöfunarnir Benj Pasek, Justin Hurwitz og Justin Paul, fengu verðlaun fyrir lagið City of Stars og bestu frumsömdu tónlistina í kvikmyndinni La La Land. AFP

Leikstjórinn Paul Verhoeven var hins vegar afar ánægður með gengi kvikmyndar sinnar Elle á hátíðinni í nótt og sagði að það hefði verið stórkostlegt að starfa með Huppert: „Þú ert dásamleg, ég elska þig, ég elska þig, ég elska þig.“

Þegar litið er til sjónvarpsþátta var það Næturvörðurinn sem sópaði að sér verðlaunum fyrir leik en þau Tom Hiddleston, Hugh Laurie og Olivia Colman voru öll verðlaunuð fyrir hlutverk sín í þáttaröðinni.

Leikkonan Isabelle Huppert og leikstjórinn Paul Verhoeven, með verðlaun sín …
Leikkonan Isabelle Huppert og leikstjórinn Paul Verhoeven, með verðlaun sín fyrir Elle. AFP
Casey Affleck.
Casey Affleck. AFP
Tom Hiddleston var valinn besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir Næturvörðinn.
Tom Hiddleston var valinn besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir Næturvörðinn. AFP
Hugh Laurie hlaut verðlaun fyrir leik í aukahlutverki í Næturverðinum.
Hugh Laurie hlaut verðlaun fyrir leik í aukahlutverki í Næturverðinum. AFP
Olivia Colman í hlutverki sínu í Næturverðinum.
Olivia Colman í hlutverki sínu í Næturverðinum. Stilla úr bresku þáttaröðinni.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýr kafli er að hefjast í þínu lífi fullur af ást og gleði. Mundu að fara varlegaí í umferðinni og brosa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýr kafli er að hefjast í þínu lífi fullur af ást og gleði. Mundu að fara varlegaí í umferðinni og brosa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka