Ný stuttskífa með tónlistarmanninum sáluga David Bowie er komin út en í gær hefði hann orðið sjötugur.
Skífan nefnist No Plan og hefur að geyma fjögur lög, þar af Lazarus sem kom út á síðustu plötu Bowies, Blackstar.
Hin lögin nefnast No Plan, Killing a Little Time og When I Met You og voru þau öll samin fyrir söngleikinn Lazarus, að því er Guardian greindi frá.
Talið er að lögin séu þau síðustu sem Bowie tók upp áður en hann lést í byrjun síðasta árs af völdum krabbameins.
Myndband við lagið No Plan: