„Þetta er klikkaður munur“

Natalie Portman.
Natalie Portman. AFP

Leikkonan Natalie Portman hefur greint frá því að mikill munur sé á launakjörum karla og kvenna í Hollywood.

Hin 35 ára gamla leikkona greindi frá því að hún hefði til að mynda fengið töluvert lægri laun en mótleikari hennar, Asthon Kutcher, í kvikmyndinni „No strings attached“ frá árinu 2011.

„Ashton Kutcher fékk þrisvar sinnum hærri laun en ég í þeirri mynd. Ég vissi af því en þetta er staðan í Hollywood,“ sagði Portman.

Portman útskýrði að staðan væri sú að Kutcher hefði fengið þrisvar sinnum meira borgað vegna þess að hann væri talinn þrisvar sinnum verðmætari.

„Ég var ekki jafnpirruð og ég hefði kannski átt að vera,“ sagði Portman.

„Við fáum mjög góð laun og það er því erfitt að kvarta en þetta er klikkaður munur. Konur þéna almennt um það bil 80 sent á sama tíma og karlar þéna dollara. Í Hollywood eru þetta hins vegar 30 sent á móti hverjum dollara,“ bætti Portman við. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup