Beyoncé sest í stól blaðamannsins

Glæsileg á forsíðu Interview.
Glæsileg á forsíðu Interview.

„Ég er svo glöð með að fá að taka þetta viðtal við þig því ég er án efa mesti aðdá­andi þinn og ég er of­ur­stolt af þér,“ seg­ir Beyoncé við litlu syst­ur sína So­lange í byrj­un viðtals sem hún var fengið til að taka fyr­ir tíma­ritið In­terview Magaz­ine. Til­efni viðtals­ins er ný­út­kom­in plata So­lange, A Seat at the Table.

Lengi vel hef­ur það verið gefið til kynna að það hafi reynst So­lange erfitt að al­ast upp í skugga stóru syst­ur sinn­ar en sam­kvæmt Beyoncé var það hún sem leit alltaf upp til So­lange og dáðist að hæfi­leik­um henn­ar.

Beyonce seg­ist hafa vitað það mjög snemma að syst­ir henn­ar væri mjög sér­stök og að hún myndi ná langt. „So­lange var með Al­an­is Moris­sette og Minnie Ripert­on á heil­an­um, sem og að skapa prent á föt. Hún hef­ur alltaf haft sterk­ar skoðanir og ákveðinn stíl.“


So­lange seg­ist hafa heill­ast að því að getað tjáð sig með mis­mun­andi hætti; rödd­inni, klæðnaði, dansi, ljóðum og þess hátt­ar.

So­lange seg­ir upp­eldið á heim­il­inu hafa ein­kennst af hæfi­leik­um og sterk­um per­són­um. „Ég áttaði mig strax á því að ef ég vildi láta hlusta á mig þurfti ég að láta heyra í mér.“

So­lange hrós­ar Beyoncé mikið í viðtal­inu og þakk­ar henni fyr­ir að hafa verið þol­in­móðasta, ást­rík­asta og dá­sam­leg­asta syst­ir ver­ald­ar.

Systurnar saman á rauða dreglinum fyrir all nokkrum árum.
Syst­urn­ar sam­an á rauða dregl­in­um fyr­ir all nokkr­um árum. AFP
 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Gefðu þér tíma til að njóta rólegrar stundar með sjálfum þér í dag. Kímnigáfa þín mun kitla hláturtaugar þeirra sem í kringum þig eru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Gefðu þér tíma til að njóta rólegrar stundar með sjálfum þér í dag. Kímnigáfa þín mun kitla hláturtaugar þeirra sem í kringum þig eru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka