Næsta mynd sú síðasta sem Leia birtist í

Fisher hafði lokið leik í myndinni sem kemur út í …
Fisher hafði lokið leik í myndinni sem kemur út í desember og mun ekki birtast í fleiri myndum, samkvæmt Lucasfilm. AFP

Samkvæmt Lucasfilm, sem framleiðir Stjörnustríðsmyndirnar, stendur ekki til að beita tæknibrellum til að endurskapa Leiu prinsessu í óútkomnum myndum í sagnabálkinum. Carrie Fisher, sem lék Leiu, lést í desember síðastliðnum.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Lucasfilm.

„Við viljum fullvissa aðdáendur okkar um að Lucasfilm hefur engin áform um að endurskapa stafrænt leik Carrie Fisher sem Leiu prinsessu eða Leiu Organa hershöfðingja,“ segir í yfirlýsingunni.

Eftir langt hlé brá Fisher sér aftur í hlutverk Leiu fyrir myndina Star Wars: The Force Awakens, sem kom út 2015. Þá hafði hún lokið leik fyrir næstu mynd, sem er væntanleg í kvikmyndahús í desember.

Til stóð að Fisher birtist einnig í mynd IX, sem á að koma út 2019, en handritshöfundar myndarinnar velta því nú fyrir sér hvernig þeir eiga að bregðast við fráfalli leikkonunnar.

Samkvæmt Lucasfilm verður mynd VIII sannarlega sú síðasta sem Fisher birtist í.

„Carrie Fisher var, er og verður alltaf partur af Lucasfilm-fjölskyldunni,“ segir í yfirlýsingunni.

„Hún var prinsessan okkar, hershöfðinginn okkar og það sem meira er, vinur okkkar. Við erum enn að syrgja missi hennar. Við varðveitum minningu hennar og arfleifð sem Leia prinsessa og munum ávallt leitast við að heiðra allt sem hún lagði til Stjörnustríðs.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar