Klæddi ungabarnið í stíl við sjálfa sig

Mæðgurnar í stíl á sundlaugabakkanum.
Mæðgurnar í stíl á sundlaugabakkanum. Instagram

Glamúrfyrirsætan Coco Austin og þrettán mánaða dóttir hennar sóluðu sig á sundlaugabakka í Flórída á dögunum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Þær tóku sig vægast sagt vel út, klæddar í stíl.

Hin þrjátíu og sjö ára Austin hefur alltaf verið ófeimin við að sýna íturvaxin líkama sinn og hefur engin breyting orðið þar á eftir að hún eignaðist dóttur sína Chanel með leikaranum Ice T. Chanel litla á nú þegar orðið vænan fylgjendahóp á Instgram þar sem hún heldur úti síðu en fylgjendur hennar eru orðnir rúmlega sex hundruð þúsund talsins. Móðirin Austin getur hins vegar státað sig af 13.7 milljónum fylgjenda.

Ólíkt flestum stjörnum hefur Austin valið að nota ekki barnfóstrur við uppeldi dóttur sinnar og eyðir þar af leiðandi miklum tíma með henni.

Chanel litla heldur úti eigin síðu á Instagram.
Chanel litla heldur úti eigin síðu á Instagram.
Mæðgurnar að njóta sín.
Mæðgurnar að njóta sín. Snapchat
Fjölskyldan á eins árs afmælisdegi Chanel.
Fjölskyldan á eins árs afmælisdegi Chanel. Instagram




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar