„Reyni að nálg­ast ein­fald­leik­ann á sem allra flókn­ast­an hátt“

Steingrímur Gauti segir að honum hafi þótt skólinn erfiður - …
Steingrímur Gauti segir að honum hafi þótt skólinn erfiður - átti í erfiðleikum með þunglyndi og var „eiginlega oftast fullur bara, " En lífið og listin hefur tekið stakkaskiptum síðan. mbl.is/Golli

Mynd­list­armaður­inn Stein­grím­ur Gauti Ing­ólfs­son opn­ar sína aðra einka­sýn­ingu sem nefn­ist Stund í sal ís­lenskr­ar grafík­ur í Hafn­ar­hús­inu á morg­un, laug­ar­dag. Stein­grím­ur Gauti seg­ir verk sín ekki vera kyrr og þögul held­ur ögra þau líðandi stund.   

„Það er öðru­vísi tími fal­inn í þess­um verk­um en tím­inn úti á götu, inni í stofu, upp í rúmi, þar sem þú ligg­ur með skjá á hreyf­ingu pot­andi í hann. Tím­inn hér er tími mál­ar­ans, tími áhorf­and­ans, ekki snerta, bara horfa, tær tími, sem lif­ir okk­ur öll," er ritað um sýn­ing­una í syn­ing­ar­skrá. 

Stein­grím­ur Gauti var tek­inn í þriðju gráðu viðtal um mál­verkið, pensla­sápu og pizzu­veisl­ur með afa og ömm­um.  

Þú út­skrifaðist árið 2015 frá mynd­list­ar­deild LHÍ, hvað hef­ur þú tekið þátt í mörg­um sýn­ing­um eft­ir það?

„Ég út­skrifaðist eft­ir langa og nokkuð erfiða skóla­göngu. Langaði oft að hætta og fannst ég ekki eiga heima þarna. Mér fannst skól­inn erfiður, átti í erfiðleik­um með þung­lyndi og var eig­in­lega oft­ast full­ur bara. Tókst á ein­hvern ótrú­leg­an hátt að skríða í gegn­um hann og er mjög stolt­ur af því. Eft­ir skól­ann fór ég í smá dvala og sýndi lítið sem ekk­ert, en var samt alltaf að vinna í mynd­list­inni. Síðastliðna mánuði hef ég verið hepp­inn og verður þetta í fjórða sinn sem ég sýni á frek­ar skömm­um tíma.“

Hvers vegna vald­ir þú mál­verkið sem miðil?

„Það er góð spurn­ing. Ég held ég hafi byrjað að mála vegna þess að mér fannst ég ekki nógu klár til þess að fást við kon­septið og það sem var að ger­ast. Skildi það oft ekki. Ég var svo í skipti­námi í Berlín vet­ur­inn 2012-13 þar sem ég valdi mál­ara­braut og fókuseraði ein­göngu á mál­verkið og fékk ein­hvern inn­blást­ur sem ég fékk ekki í Lista­há­skól­an­um. Í dag finnst mér ég hafa valið erfiðasta miðil­inn.“

Þú tal­ar um að mál­verk þín ögri líðandi stund og standi ekki kyrr, get­ur þú út­skýrt það bet­ur?

„Það er mjög hátíðlega orðað, svona fræðilegt. Mál­verkið þarf ekk­ert að vera ögr­andi í bók­staf­leg­um skiln­ingi til þess að ögra líðandi stund. Það er frek­ar að það ögri hvers­dags­leik­an­um. Þú hef­ur flöt til að vinna með og á hon­um ger­ast allskon­ar hlut­ir. Allskon­ar lög af pæl­ing­um og tíma sem ég býð upp á og svo kem­ur ein­hver og skoðar og upp­lif­ir ein­hvern­veg­inn. Það er lík­lega stund­in sem við náum sam­an.“

Mál­verkið var „úr­sk­urðað dautt“ af ein­hverj­um fyr­ir um ára­tug þegar allt sner­ist um kon­septlist, lif­ir það góðu lífi núna?

„Mál­verkið í gamla daga var meira sögu­skrán­ing­ar­tæki. Svo kom mynda­vél­in og mál­ar­ar urðu kannski frek­ar eins og skreyt­inga­menn. Eru það kannski ennþá í dag að sumu leiti. Kon­septlist­in og mini­mal­ism­inn lögðu minni áherslu á áþreif­an­leg form eins og skúlp­túr og mál­verk og notuðu það meira sem tæki en miðil beint. Ein­beittu sér kannski frek­ar að kjarna hlut­anna. Mál­verkið varð kannski með þessu bara væn­leg­ur kost­ur fyr­ir frí­stundal­ista­menn eða „sunnu­dags­mál­ara”. En svona geng­ur þetta bara - það þarf alltaf að fara í fýlu út í eitt­hvað og hafna því al­veg og segja að þetta og hitt sé búið. En svo kem­ur það bara aft­ur seinna í næstu bylgju. Ann­ars finnst mér eins og mál­verkið sé að koma mjög sterkt inn núna, marg­ir krakk­ar í skól­an­um að vinna með það á ein­hvern hátt og svo eru Ransú og þeir komn­ir með al­vöru mál­ara­braut í Mynd­lista­skól­an­um í Reykja­vík sem er rosa spenn­andi.“ 

Verk­in eru gjarn­an mjög föl eða þeas án sterkra lita, hvers vegna kýst þú að fjar­læg­ast liti?

„Ég held að maður gangi bara í gegn­um allskon­ar tíma­bil. Einu sinni gerði ég rosa brjáluð verk, al­gjör­ar lita­sprengj­ur. Ég held ég sé bara orðinn eitt­hvað ró­legri. Ég hef mik­inn áhuga á ein­fald­leik­an­um en er samt alls ekki neitt mini­malísk­ur. Hugsa mikið um smá­atriðin og alla „nú­ansa“ í verk­un­um. Atriðin sem gera mál­verk að mál­verki.“

Hvaða listamaður lif­andi  og/​eða dauður hef­ur haft mest áhrif á þig?

„Ég er hálf­gerður mál­aranörd og er mikið ofan í bók­um alltaf. Mér finnst gott að skoða sög­una, eft­ir­stríðsmá­l­ar­ana helst. All­ir mjög litaðir af rúst­um og skemmd­um og mikið af grodd­ara­legu eitt­hvað. Mér finnst það skemmti­legt. Abstraktið og nýja mál­verkið. Hef líka verið að grúska í lands­lags­mál­verk­um svona abstrakt-lands­lagi eins og Kjar­val og Per Kir­ke­by. Mér finnst líka götulist mjög flott, þá helst svona krot - „Siggi var hér“ og svo­leiðis. Svo eru marg­ir flott­ir ís­lensk­ir mál­ar­ar. Ann­ars eru nátt­úr­an og tím­inn bestu lista­menn­irn­ir.“ 

Hvers gæt­ir þú aldrei verið án?

„Ég held maður gæti lært að vera án alls. Nema kannski pensla­sápu, hún er mik­il­væg í mínu lífi.“

Ef þú mætt­ir bjóða þrem­ur gest­um í máltíð heima hjá þér lif­andi eða dauðum hverj­ir myndu það vera og hvað væri í mat­inn?

„Ætli ég myndi ekki bjóða ömm­um mín­um báðum og afa í pítsu. Ég geri mjög góðar pítsur og sakna þeirra mikið.“

Upp­á­haldsstaður­inn þinn á Íslandi?

„Vest­ur­bæj­ar­laug.“

Bók­in sem hef­ur haft mest áhrif á líf þitt? 

„Þær eru býsna marg­ar. Sú sem ég hef lesið hvað oft­ast er Birtíng­ur í þýðingu Lax­ness og hef m.a. gefið hana nokkr­um sinn­um í gjaf­ir. Finnst að all­ir ættu að kunna hana. Svo les ég sjálfs­hjálp­ar­bæk­ur og heim­speki af því mig lang­ar að verða góður kall. Bók­in sem sit­ur samt mest í mér núna er Líf án áfeng­is.“

Hvað veld­ur þér and­vökunótt­um? 

„Ég er ekki mikið and­vaka leng­ur. Ef maður er nógu aktív­ur á dag­inn þá er maður þreytt­ur á kvöld­in og sofn­ar. Það er gott.“

Hvað ger­ir þú þegar þu ert ekki að mála í stúd­íó­inu þínu?

„Eins og flest­ir mynd­lista­menn þarf ég að vinna aðra vinnu til þess að fram­fleyta mér. Er samt mjög hepp­inn með vinnu og hef mik­inn frí­tíma til þess að sinna mynd­list­inni. Ann­ars eig­um við kon­an mín von á okk­ar fyrsta barni og erum mikið að pæla í því þessa dag­ana. Svo var ég líka að setja niður tóm­ata og þarf að hugsa um þá. Nóg að gera.“

Get­ur þú sagt okk­ur meira frá sýn­ing­unni sem opn­ar á laug­ar­dag­inn?

„Á sýn­ing­unni á laug­ar­dag­inn verða nokk­ur ný­leg verk og önn­ur sem eru varla þornuð. Ég fékk mjög lít­inn tíma til þess að und­ir­búa mig en mér finnst það al­veg frek­ar áhuga­vert. Fæ minni tíma með þeim til þess að rit­skoða. Stund­um fer ég að vinna í verki sem er kannski orðið nokkuð gott og skemmi það bara. Það ger­ist eig­in­lega frek­ar oft. Verk­in eru eig­in­lega unn­in öll á sama tíma svo það smit­ast mikið á milli þeirra, án þess að þau myndi beint seríu. Þau fjalla í raun­inni bara um hvers­dags­leik­ann og það sem er að ger­ast í kring­um mig og al­mennt í líf­inu. Ég skrifa og krafsa í blauta máln­ing­una hug­leiðing­ar og hug­mynd­ir sem koma og mála kannski yfir aft­ur. Þannig byggi ég verkið upp í lög­um þangað til það get­ur ekki meir. Þetta er svona sam­tal milli mín og mál­verks­ins.“ 

Stund opn­ar í Sal íslenskrar grafíkur  í Hafn­ar­hús­inu laug­ar­dag­inn 11.fe­brú­ar kl. 15 og stend­ur svo yfir þar til 26. fe­brú­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir