Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2016 voru kynntar í dag og hlaut Emmsjé Gauti flestar eða níu talsins í flokki dægurtónlistar. Í sama flokki hlaut Kaleo sex, Júníus Meyvant fimm og Mugison og Sin Fang fjórar hvor.
Í flokki djasstónlistar fékk ADHD flestar tilnefningar eða þrjár. Í flokknum sígild og samtímatónlist hljóta Schola Cantorum, Guðný Einarsdóttir og Anna Þorvaldsdóttir tvær hvert um sig. Alls verða veitt verðlaun í 29 flokkum, að meðtöldum heiðursverðlaunum, við hátíðlega athöfn í Hörpu fimmtudaginn 2. mars sem sýnd verður í beinni útsendingu á RÚV.
Verðlaun verða líkt og áður veitt fyrir popp- og rokktónlist, fyrir djass- og blústónlist, sígilda- og samtímatónlist og í opnum flokki en nú bætast að auki við fjórir nýir verðlaunaflokkar: Verðlaun fyrir plötu ársins í leikhús/kvikmyndatónlist, fyrir plötu ársins í raftónlist og fyrir plötu ársins í rappi og hiphopi en einnig er bætt við verðlaunum fyrir rapp og hiphop-lagi ársins.
ROKK, POPP, RAFTÓNLIST, RAPP OG HIP HOP
Plata ársins – Rokk
- A/B – Kaleo
- Enjoy! – Mugison
- Straumhvörf – Elíza Newman
- Two strangers – Ceasetone
- Vögguvísur Yggdrasils – Skálmöld
Plata ársins – Popp
- Floating harmonies – Júníus Meyvant
- Spaceland – Sin Fang
- Scandinavian Pain – Retro Stefson
- Starwalker – Starwalker
- Vittu til – Snorri Helgason
Plata ársins – Raftónlist
- Black Light – Samaris
- Flugufen – Ambátt
- Hrafnagil – Futuregrapher
Plata ársins – Rapp og hip hop
- RVK DTR – Reykjavíkurdætur
- Vagg og Velta – Emmsjé Gauti
- Þekkir Stráginn –Aron Can
Lag ársins – Rokk
- „Kollhnís“ með Elízu Newman
- „No Good“ með Kaleo
- „Slétt og fellt“ með Valdimar
- „Sports“ með Fufanu
- „I lie“ með Soffíu Björgu
Lag ársins – Popp
- „Candyland“ með Sin Fang og Jónsa
- „Einsemd“ með Snorra Helgasyni
- „Fröken Reykjavík“ með Friðriki Dór
- „I’ll walk with you“ með Hildi
- „No Lie“ með Glowie
Lag ársins – Rapp og hip hop
- „Enginn Mórall“ með Aroni Can
- „Reykjavík“ með Emmsjé Gauta
- „Silfurskotta“ með Emmsjé Gauta
- „Negla“ með XXX Rottweiler
- „Bubblegum bitch“ með Alvi Islandia/Andreu Rán Jóhannsdóttur
Söngkona ársins
- Jófríður Ákadóttir (Samaris)
- Bambaló/Kristjana Stefánsdóttir
- Salka Sól Eyfeld (Amabadama)
- Glowie/Sara Pétursdóttir
- Sigríður Thorlacius (fyrir Bongó)
Söngvari ársins
- Friðrik Dór Jónsson
- Emmsjé Gauti/Gauti Þeyr Másson
- Jökull Júlíusson (Kaleo)
- Júníus Meyvant/ Unnar Gísli Sigurmundsson
- Valdimar Guðmundsson (Valdimar)
Textahöfundur ársins
- Arnar Freyr Frostason (Úlfur Úlfur)
- Emmsjé Gauti/Gauti Þeyr Mássons
- Kristín Svava Tómasdóttir (fyrir Bongó)
- Snæbjörn Ragnarsson (Skálmöld)
- Mugison/Örn Elías Guðmundsson
Lagahöfundur ársins
- Emmsjé Gauti/Gauti Þeyr Másson
- Jökull Júlíusson (Kaleo)
- Snorri Helgason
- Stop Wait Go (í flutningi Glowie)
- Júníus Meyvant/Unnar Gísli Sigurmundsson
Tónleikar ársins
- Jólatónleikar Baggalúts
- Síðasti Sjens - Lokatónleikar Retro Stefson
- Mugison í Hörpu
- Skálmöld – Berskjaldaðir
- Útgáfutónleikar Emmsjé Gauta á Vagg og Velta
Tónlistarflytjandi ársins
- Emmsjé Gauti
- Kaleo
- Mugison
- Retro Stefson
- Reykjavíkurdætur
Bjartasta vonin
- Aron Can
- Soffía Björg
- Auður
- RuGL
- Hildur
Plötuumslag ársins
- Floating harmonies með Júníusi Meyvant
- GKR EP með GKR/Gauki Grétusyni
- Spaceland með Sin Fang
- Scandinavian pain með Retro Stefson
- Epicycle með Gyðu Valtýsdóttur
Tónlistarmyndband ársins
- „Save Yourself“ með Kaleo frá Eyk Studio
- „Reykjavík“ með Emmsjé Gauta sem Freyr Árnason gerði
- „Dönsum “ með Friðriki Dór sem Jakob Gabríel Þórhallsson gerði
- „Óveður“ með Sigur Rós sem Jonas Åkerlund gerði
- „Your Ghost“ með Axel Flóvent sem Niels Bourgonje gerði
- „Neon Experience“ með Júníusi Meyvant sem Hannes Þór Arason gerði
- „Mars“ með One Week Wonder sem Baldvin Albertsson gerði
- „wanted 2 say“ með Samaris sem Þóra Hilmarsdóttir gerði
- „Candyland“ með Sin Fang og Jónsa sem Ingibjörg Birgisdóttir gerði
- „Meira“ með GKR sem GKR/Gaukur Grétuson gerði
SÍGILD- OG SAMTÍMATÓNLIST
Plata ársins
- In Paradisum – Guðrún Óskarsdóttir
- J.S. Bach, Sex svítur fyrir selló – Bryndís Halla Gylfadóttir
- Meditatio – Schola Cantorum
- J.S. Bach, Partítur fyrir einleiksfiðlu – Elfa Rún Kristinsdóttir
- Choralis – Sinfóníuhljómsveit Ísland leikur verk eftir Jón Nordal
Tónverk ársins
- Hamlet in Absentia eftir Huga Guðmundsson
- Gullský eftir Áskel Másson
- From Darkness Woven eftir Hauk Tómasson
- Aequora eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur
- Ad Genua eftir Önnu Þorvaldsdóttur
Söngvari ársins
- Elmar Gilbertsson fyrir hlutverk Lenskí í Évgení Onegin eftir Pjotr Tsjajkovskíj í uppfærslu Íslensku óperunnar
- Kristinn Sigmundsson fyrir söng sinn á tónleikunum Söngvar förusveinsins á Reykjavík Midsummer Music
- Oddur Arnþór Jónsson fyrir titilhlutverkið í uppfærslu Íslensku óperunnar á Don Giovanni eftir W.A. Mozart
Kaleo fékk sex tilnefningar.
Söngkona ársins
- Þóra Einarsdóttir fyrir hlutverk Tatjönu í Évgení Onegin eftir Pjotr Tsjajkovskíjí uppfærslu Íslensku óperunnar
- Hallveig Rúnarsdóttir fyrir flutning sinn í 3. sinfóníu Henryk Góreckis ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Tõnu Kaljuste
- Sigríður Ósk Kristjánsdóttir fyrir flutning á kantötunni Lucrezia eftir G.F. Handel, ásamt barokkhljómsveitinni Symphonia Angelica á Listahátíð í Reykjavík
Tónlistarflytjandi ársins
- Edda Erlendsdóttir
- Guðný Einarsdóttir
- Melkorka Ólafsdóttir
- Nordic Affect
- Schola Cantorum
Tónlistarviðburður ársins
- Évgení Onegin í uppfærslu Íslensku óperunnar
- UR_ eftir Önnu Þorvaldsdóttur á Listahátíð í Reykjavík
- Flutningur Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Hamrahlíðarkóranna á tónlist Arvos Pärts
- Flutningur Guðnýjar Einarsdóttur á orgelverkum Jóns Nordal á Myrkum Músikdögum
- Upphafstónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Yans Pascals Tortelier þar sem Nikolai Lugansky lék einleik
DJASS OG BLÚS
Plata ársins
- Saumur með Arve Henriksen, Hilmari Jenssyni og Skúla Sverrissyni
- Jazz á íslensku með Stínu Ágústsdóttur
- Constant Movement með Kvintetti Þorgríms Jónssonar
Tónverk ársins
- „Magnús Trygvason Eliassen“ með ADHD
- „Unspoken“ með Sunnu Gunnlaugsdóttur og Maarten Ornstein
- „Difference of Opinion“ með The Pogo Problem
Lagahöfundur ársins
- ADHD
- Maarten Ornstein og Sunna Gunnlaugsdóttir
- Þorgrímur Jónsson
Tónlistarflytjandi
- ADHD
- Saumur
- Stórsveit Reykjavíkur
OPINN FLOKKUR
Plata ársins – Leikhús- og kvikmyndatónlist
- Blái hnötturinn – Kristjana Stefánsdóttir
- Arrival – Jóhann Jóhannson
- InnSæi – The sea within – Úlfur Eldjárn
Plata ársins – Opinn flokkur
- My big bad good – My Bubba
- Epicycle– Gyða Valtýsdóttir
- Bongó – Tómas R. Einarsson
- Fantômas – Amiina
- Tómas Jónsson – Tómas Jónsson
- Grey mist of Wuhan – Arnar Guðjónsson
Tónlistarhátíð ársins
- Eistnaflug
- Mengi
- Iceland Airwaves
- Cycle Listahátíðin
- Óperudagarnir í Kópavogi
Oddur Arnþór Jónsson (t.h.) fékk tilnefningu fyrir flutning sinn í óperunni Don Carlo.
ADHD var með þrjár tilnefningar.
Spessi