Bowie með tvenn Brit-verðlaun

Leikarinn Michael C. Hall tók við verðlaunum Davids Bowie fyrir …
Leikarinn Michael C. Hall tók við verðlaunum Davids Bowie fyrir besta breska sólótónlistarmanninn. AFP

Tón­list­armaður­inn sál­ugi, Dav­id Bowie, átti bestu bresku plöt­una og var kjör­inn besti breski sóló­tón­list­armaður­inn á Brit-verðlauna­hátíðinni sem var hald­in í kvöld.

Bowie varð þar með fyrsti tón­list­armaður­inn til að hljóta Brit-verðlaun eft­ir dauða sinn. 

Bowie, sem lést í janú­ar 2016, varð hlut­skarp­ari en Craig Dav­id, Michael Kiw­anuka, Kano og Skepta sem voru einnig til­nefnd­ir í síðar­nefnda flokkn­um.  

Robbie Williams tók lagið á hátíðinni í kvöld.
Robbie Williams tók lagið á hátíðinni í kvöld. AFP

Í fyrr­nefnda flokkn­um voru einnig til­nefnd­ar plöt­ur frá The 1975, Kano, Michael Kiw­anuka og Skepta.

Fyrr í mánuðinum hlaut síðasta plata Bowie, Blackst­ar, fimm Grammy-verðlaun.

Ed Sheeran og Stormzy.
Ed Sheer­an og Stormzy. AFP

Besta breska sóló­tón­list­ar­kon­an var kjör­in Emeli Sande, sem skaust á stjörnu­him­in­inn með tón­leik­um sín­um á Ólymp­íu­leik­un­um í London.

Einnig voru til­nefnd­ar Anohni, Ellie Gould­ing, Li­anne La havas og Nao.

Little Mix fékk verðlaun fyrir bestu bresku smáskífuna, Shout Out …
Little Mix fékk verðlaun fyr­ir bestu bresku smá­skíf­una, Shout Out To My Ex. AFP

Besta breska hljóm­sveit­in var kjör­in The 1975, sem kem­ur frá borg­inni Manchester. Aðrar til­nefnd­ar voru Radi­ohead, Bif­fy Cl­yro, Bastille og Little Mix.

Rag´N´Bone Man var kjör­inn besti nýliðinn en þar voru Stormzy og Skepta einnig til­nefnd­ir.

Emeli Sande.
Emeli Sande. AFP

Ann­ars lát­ins tón­list­ar­manns, Geor­ge Michael, var minnst á hátíðinni. Hann lést á jóla­dag, 53 ára.

Fyrr­ver­andi fé­lagi hans úr Wham!, Andrew Ridgeley, steig á svið ásamt dúó­inu Pepsi & Shir­lie.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Það er engin ástæða til sjálfsvorkunnar, þótt þú þurfir að leggja þitt af mörkunum heima fyrir. Einhverjir spá í endingu ástarsambands sem þeir eiga í.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Það er engin ástæða til sjálfsvorkunnar, þótt þú þurfir að leggja þitt af mörkunum heima fyrir. Einhverjir spá í endingu ástarsambands sem þeir eiga í.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir