Kimmel skýtur ítrekað á Trump

Kimmel á hátíðinni í Los Angeles í kvöld.
Kimmel á hátíðinni í Los Angeles í kvöld. AFP

Jimmy Kimmel, kynnir Óskarsverðlaunahátíðarinnar í ár, opnaði hátíðina með röð brandara á kostnað Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Búist er við að pólitísk mótmæli á þessa vegu haldi áfram að lita hátíðina eftir því sem líður á nóttina.

Opnunarræða Kimmel í heild sinni

Eins og áður hefur verið greint frá er kvikmyndin La La Land með flestar tilnefningar á leið inn í kvöldið, eða 14 talsins.

Eftir að Justin Timberlake hafði flutt lagið Can't Stop the Feeling við góðar undirtektir gesta var Kimmel ekki lengi að skipta yfir í pólitíska gírinn.

„Þessari sýningu er sjónvarpað beint til milljóna Bandaríkjamanna og um heim allan í yfir 225 löndum, sem öll hata okkur,“ sagði Kimmel.

„Ég vil koma á framfæri þökkum til Trump forseta. Muniði á síðasta ári þegar það leit út fyrir að Óskarsverðlaunahátíðin væri haldin kynþáttafordómum? Það er úr sögunni.“

Trump hefur sagst ekki munu horfa á hátíðina í sjónvarpinu.
Trump hefur sagst ekki munu horfa á hátíðina í sjónvarpinu. AFP

Daglegar hægðir forsetans

Skemmtanaiðnaðurinn vestanhafs hefur verið harðlega andsnúinn Trump, sem hefur oft svarað í sömu mynt í gegnum uppáhaldssamfélagsmiðilinn sinn, Twitter.

„Sum ykkar munu koma hingað upp á svið og halda ræðu sem forseti Bandaríkjanna mun síðan tísta um, í hástöfum, á meðan hann hefur sínar daglegu hægðir klukkan fimm í fyrramálið. Og mér finnst það ansi æðislegt, ef þú spyrð mig.“

Hann vildi þó halda stemningunni léttri og bað áhorfendur í hinum klofnu Bandaríkjum að tala meira við hver annan.

„Ef við myndum öll gera það myndum við gera Bandaríkin stórkostleg á ný,“ sagði Kimmel og vísaði þar til kosningaslagorðs Trumps.

Opnunarræða Kimmel í heild sinni

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan