Óskarinn minntist konu sem er á lífi

Frá Óskarsathöfninni í nótt.
Frá Óskarsathöfninni í nótt. AFP

Það voru fleiri mistök gerð á Óskarsverðlaunum en þau að tilkynna um rangan sigurvegara í flokknum besta kvikmyndin.

Þegar minnst var fólksins sem fallið hefur frá síðustu 12 mánuði, eins og gert er árlega, birtist ljósmynd af konu sem er enn á lífi.

Þegar verið var að greina frá andláti Janet Patterson birtist mynd af annarri ástralskri konu, Jan Chapman, sem er kvikmyndagerðarkona, að því er Sky greinir frá.

Patterson, sem lést í október, var tilnefnd í fjórgang til Óskarsverðlaunanna fyrir búningahönnun í kvikmyndunum The Piano, Portrait of a Lady, Oscar and Lucinda og Bright Star.

Chapman og Patterson höfðu unnið saman við myndirnar Bright Star og The Piano.

„Ég var eyðilögð yfir því að notuð var mynd af mér í stað mikillar vinkonu minnar og samstarfskonu til langs tíma, Janet Patterson,“ sagði Chapman í yfirlýsingu til Variety.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir