Það voru fleiri mistök gerð á Óskarsverðlaunum en þau að tilkynna um rangan sigurvegara í flokknum besta kvikmyndin.
Þegar minnst var fólksins sem fallið hefur frá síðustu 12 mánuði, eins og gert er árlega, birtist ljósmynd af konu sem er enn á lífi.
Þegar verið var að greina frá andláti Janet Patterson birtist mynd af annarri ástralskri konu, Jan Chapman, sem er kvikmyndagerðarkona, að því er Sky greinir frá.
Oscars 2017: Jan Chapman 'devastated' at wrong picture in Janet Patterson... https://t.co/dOSq3thInj pic.twitter.com/tvotTGSNP1
— 1001pts Australia (@1001ptsAU) February 27, 2017
Patterson, sem lést í október, var tilnefnd í fjórgang til Óskarsverðlaunanna fyrir búningahönnun í kvikmyndunum The Piano, Portrait of a Lady, Oscar and Lucinda og Bright Star.
Chapman og Patterson höfðu unnið saman við myndirnar Bright Star og The Piano.
„Ég var eyðilögð yfir því að notuð var mynd af mér í stað mikillar vinkonu minnar og samstarfskonu til langs tíma, Janet Patterson,“ sagði Chapman í yfirlýsingu til Variety.