Óskarinn minntist konu sem er á lífi

Frá Óskarsathöfninni í nótt.
Frá Óskarsathöfninni í nótt. AFP

Það voru fleiri mistök gerð á Óskarsverðlaunum en þau að tilkynna um rangan sigurvegara í flokknum besta kvikmyndin.

Þegar minnst var fólksins sem fallið hefur frá síðustu 12 mánuði, eins og gert er árlega, birtist ljósmynd af konu sem er enn á lífi.

Þegar verið var að greina frá andláti Janet Patterson birtist mynd af annarri ástralskri konu, Jan Chapman, sem er kvikmyndagerðarkona, að því er Sky greinir frá.

Patterson, sem lést í október, var tilnefnd í fjórgang til Óskarsverðlaunanna fyrir búningahönnun í kvikmyndunum The Piano, Portrait of a Lady, Oscar and Lucinda og Bright Star.

Chapman og Patterson höfðu unnið saman við myndirnar Bright Star og The Piano.

„Ég var eyðilögð yfir því að notuð var mynd af mér í stað mikillar vinkonu minnar og samstarfskonu til langs tíma, Janet Patterson,“ sagði Chapman í yfirlýsingu til Variety.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar