Það hefur líkast til ekki farið fram hjá neinum að Óskarverðlaunin fóru fram í nótt og voru þau eftirminnileg fyrir margar sakir.
Frétt mbl.is: Lásu upp heiti rangrar myndar
Það voru þó ekki einungis mistökin í kringum bestu mynd ársins sem vöktu athygli áhorfenda, því margir hverjir tóku eftir kyndugu klappi leikkonunnar Nicole Kidman.
Handahreyfingar leikkonunnar urðu fljótt að umtalsefni á samfélagsmiðlum, og vildu margir meina að ekki væri allt með felldu.
„Í sannleika sagt hef ég meiri áhyggjur af lófataki Nicole Kidman,“ skrifaði einn netverji.
I'm more concerned about Nicole Kidman's clapping tbh #Oscars
— Samantha Maria (@samanthamaria) February 27, 2017
„Nicole Kidman að klappa á Óskarsverðlaununum fær mig til að öskra inni í mér,“ sagði annar.
Nicole Kidman clapping at the oscars makes me scream internally
— Sibling Rival (@SiblingRival) February 27, 2017
Margir skildu hvorki upp né niður í klappi Kidman.
Nicole Kidman can't clap either why is this happening pic.twitter.com/EJbJ6ePrxl
— lauren yap (@itslaurenyap) February 27, 2017
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem óhefðbundið lófatak Kidman vekur athygli, því árið 2015 sýndi hún svipaða takta.
My apologies to Wes Anderson. Nicole Kidman's clap is MUCH weirder... pic.twitter.com/Q0yOVQcm8D
— Patrick Thomas (@RadioPatrick) February 23, 2015