Svala fulltrúi Íslands

Svala Björgvinsdóttir felldi tár þegar ljóst var að hún yrði …
Svala Björgvinsdóttir felldi tár þegar ljóst var að hún yrði fulltrúi Íslands í ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svala Björg­vins­dótt­ir verður full­trúi Íslands í Eurovisi­on í Kænug­arði í Úkraínu í maí. Svala tár­felldi þegar niðurstaðan var ljós og seg­ir að þetta séu tár þakk­læt­is. Lagið Paper er eft­ir Svölu, Ein­ar Eg­ils­son, Lester Mendez og Lily Elise. Texti: Svala Björg­vins­dótt­ir og Lily Elise.

Tvö lög kepptu til úr­slita en auk Paper var það lagið Is this love? sem Daði Freyr Pét­urs­son samdi og flutti. 

Lag og texti: Daði Freyr Pét­urs­son

Flytj­andi: Daði Freyr Pét­urs­son

Síma­at­kvæði lands­manna og sjö manna alþjóðleg dóm­nefnd réðu því hvaða tvö lög komust í ein­vígið en þar ráðast úr­slit ein­göngu með síma­kosn­ingu, líkt og und­an­far­in ár, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá RÚV.

Svala fylg­ir þar með í fót­spor föður síns, Björg­vins Hall­dórs­son­ar, sem keppti fyr­ir hönd Íslands árið 1995 með lagið Núna. 

Björg­vin keppti í Dublin en þetta var í ní­unda sinn sem Íslend­ing­ar sendu lag í keppn­ina en aldrei fyrr hef­ur lagið verið valið án þess að fram hafi farið undan­keppni heima á Íslandi. „Mér finnst það mik­ill heiður og jafn­framt áskor­un að fá að taka þátt í Eurovisi­on fyr­ir hönd Íslands,“ seg­ir Björg­vin Hall­dórs­son í sam­tali við Morg­un­blaðið 12. maí 1995.

Lag Svölu Björg­vins­dótt­ur, „Ég veit það“, eða „Paper“ eins og það heit­ir á ensku, fjall­ar um að glíma við erfiða hluti og erfiða tíma. „Þegar ég á í erfiðleik­um og er að glíma við sjálfa mig hjálp­ar að tala op­in­skátt um það og ég hef gert það. Ég hef glímt við kvíða síðan ég var ung­ling­ur og tón­list­in hef­ur hjálpað mér með það. En hver sem er get­ur sett sig inn í lagið, við göng­um öll í gegn­um eitt­hvað og lagið er um það að gef­ast ekki upp þó að maður eigi erfiðan dag.“

Spurð um til­finn­ing­una þegar það var til­kynnt að lagið henn­ar kæm­ist í úr­slit­in seg­ir Svala hana hafa verið ótrú­lega góða. „Ég var al­veg rosa­lega ánægð. Mér finnst samt skipta mestu máli að fólk tengi við lagið og það gleður mig mjög mikið.“ 

Svala Björgvinsdóttir.
Svala Björg­vins­dótt­ir. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Mistökin eru til að læra af þeim svo hættu að refsa sjálfum þér og gerðu bara betur næst. Von og ótti eru eðlilegar tilfinningar og haldast oft í hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Mistökin eru til að læra af þeim svo hættu að refsa sjálfum þér og gerðu bara betur næst. Von og ótti eru eðlilegar tilfinningar og haldast oft í hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir