„Veit að ég hangi inni í loka útgáfunni “

Jóhannes Haukur fer með hlutverk í Atomic Blonde.
Jóhannes Haukur fer með hlutverk í Atomic Blonde. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson lék í stórmyndinni Atomic Blonde á móti leikkonunni Charlize Theron. Myndin var frumsýnd á South by Southwest um helgina en Jóhannes Haukur hefur ekki enn séð myndina. 

Ég hef nú ekki séð myndina en veit þó að ég hangi inni í loka útgáfunni. Það er ekki búið að klippa mig út. En það er auðvitað alltaf séns á því, nema maður leiki aðalpersónuna. En sá sem ég leik hefur grundvallaráhrif á framvinduna svo hann verður að vera með blessaður,“ segir Jóhannes Haukur. 

Í myndinni, sem fer í almennar sýningar í sumar, leikur Jóhannes Haukur hinn rússneska Yuri Bakhtin sem er fyrrverandi KGB fulltrúi. Hann flækist inn í verkefni sem MI6 fulltrúinn Lorraine Broughton er að vinna að. En Charlize Theron leikur hana. 

Ég hef trú á því að myndin líti mjög skemmtilega út. Allavega miðað við trailerinn, þá má gera ráð fyrir því.

Hér má sjá stikluna úr Atomic Blonde en það er íslenski klipparinn Elísabet Ronaldsdótir sem klippti myndina. 



Leikararnir James McAvoy og Charlize Theron ásamt leikstjóranum David Leitch …
Leikararnir James McAvoy og Charlize Theron ásamt leikstjóranum David Leitch á frumsýningu Atomic Blonde. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan