Í ölduróti tilfinninga

Björn Hlynur Haraldsson og Nína Dögg Filippusdóttir sem Anton og …
Björn Hlynur Haraldsson og Nína Dögg Filippusdóttir sem Anton og Alda í Tímaþjófnum eftir Steinunni Sigurðardóttur sem sýndur er í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Steve Lorenz

„Upp­færsla Þjóðleik­húss­ins á Tímaþjófn­um fel­ur í sér virðing­ar­verða til­raun til að koma margræðum skáld­heimi Stein­unn­ar Sig­urðardótt­ur til skila á leik­sviðinu með ýms­um fag­ur­fræðileg­um miðlum. Bæk­ur þola það hins veg­ar mis­vel að láta leik­gera sig og þröngt sjón­ar­horn Tímaþjófs­ins set­ur upp­færsl­unni held­ur mikl­ar skorður,“ skrif­ar Silja Björk Huldu­dótt­ir, leik­list­ar­gagn­rýn­andi Morg­un­blaðsins, í leik­dómi sín­um um Tímaþjóf­inn sem birt­ur er í blaðinu í dag. 

„Tímaþjóf­ur­inn eft­ir Stein­unni Sig­urðardótt­ur er ein þeirra bóka sem hægt er að lesa end­ur­tekið og njóta við hvern lest­ur. Auðvelt er að heill­ast af ljóðræn­um texta Stein­unn­ar, kald­rana­leg­um húm­or, spenn­andi viðfangs­efn­um og vel út­pæld­um vís­un­um, tákn­um og end­ur­tekn­ing­um. Land­lækn­is­dótt­ir­in og mennta­skóla­kenn­ar­inn Alda Ívar­sen, sem sag­an hverf­ist um, lít­ur á sig sem ver­ald­ar­vana yf­ir­stétt­ar­konu sem gædd er bæði gáf­um og þokka enda vef­ur hún karl­mönn­um um fing­ur sér af miklu sjálfs­ör­yggi þótt henni blöskri síðan „fram­kvæmda­hlið ástar­inn­ar“.

Nína Dögg Filippusdóttir og Edda Arnljótsdóttir sem systurnar Alda og …
Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir og Edda Arn­ljóts­dótt­ir sem syst­urn­ar Alda og Alma. Steve Lor­enz



Dauðinn er miðlæg­ur í lífi Öldu, enda á hún vís­an stað í ætt­argra­freitn­um hvenær sem henni þókn­ast að hefja hvíld í friði. Áður þarf hún hins veg­ar að sjá á eft­ir Ölmu syst­ur sinni, sem hún deil­ir fjöl­skyldu­hús­inu með, í fang gamla dóna­karls­ins eins og Alma nefn­ir mann­inn með ljá­inn. Þegar Alda í upp­hafi sög­unn­ar hafn­ar kvænt­um elsk­huga sín­um og sam­kenn­ara, Stein­dóri, með þeim orðum að hún vilji ekki hafa það á sam­visk­unni að ræna börn hans þrjú föður sín­um geng­ur hann í sjó­inn. Í skugga sjálfs­morðsins kynn­ist hún sögu­kenn­ar­an­um Ant­oni sem verður næsta viðfang ást­ar henn­ar. Sam­band þeirra var­ir í ná­kvæm­lega hundrað daga, en þá vel­ur Ant­on að slíta því enda kvænt­ur maður. Alda, sem sér Ant­on sem stóru ástríðu sína í líf­inu, tek­ur höfn­un­inni illa og verður í fram­hald­inu hug­sjúk af ást sem eft­ir sjö löng og sárs­auka­full ár kem­ur henni í gröf­ina aðeins tæp­lega hálf­fimm­tugri að aldri.


Alda er heill­andi karakt­er og því vel skilj­an­legt að freist­ast sé til að færa hana úr bók yfir á leik­svið. Mel­korka Tekla Ólafs­dótt­ir vinn­ur leik­gerðina sem Una Þor­leifs­dótt­ir leik­stýr­ir og tekst með ágæt­um að fanga helstu lyk­ilþætti sög­unn­ar ásamt því að gera Öldu góð skil. Ein stærsta áskor­un­in felst hins veg­ar í því að gæða auka­per­són­ur sög­unn­ar lífi á leik­sviðinu og það heppn­ast ekki fylli­lega. Sjón­ar­horn bók­ar­inn­ar ein­skorðast við Öldu og þannig sjá les­end­ur all­ar auka­per­són­ur með henn­ar aug­um. Sú frá­sagnaraðferð geng­ur full­kom­lega upp í skáld­sögu, en hent­ar leik­sviðinu illa þrátt fyr­ir að skrifuð séu inn ný sam­töl sem bera fram­vind­una og stemn­ing­una áfram.


Reynt er að fanga hug­ar­heim Öldu í leik­mynd Evu Sig­nýj­ar Ber­ger sem bygg­ist á dimm­sæ­blá­um flau­el­stjöld­um sem ramma sviðið af. Inn­an þessa ramma er tím­inn jafnt sem raun­veru­leik­inn af­stæður,“ seg­ir m.a. í leik­dómn­um. 

Björn Hlynur Haraldsson og Nína Dögg Filippusdóttir í hlutverkum sínum.
Björn Hlyn­ur Har­alds­son og Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir í hlut­verk­um sín­um. Steve Lor­enz

„Sviðshreyf­ing­ar Svein­bjarg­ar Þór­halls­dótt­ur setja mik­inn svip á sýn­ing­una og minna okk­ur á lík­am­leika ástar­inn­ar. Áhrifa­ríkt var að sjá Öldu (Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir) reyna ít­rekað að stökkva upp um Ant­on (Björn Hlyn­ur Har­alds­son) og faðma hann, en jafn­h­arðan renna niður lík­ama hans þar sem hann faðmaði hana ekki á móti. Til­komu­mikið var einnig að sjá leik­hóp­inn mynda keðju og halda Öldu fang­inni svo hún gæti ekki hlaupið til Ant­ons. Skak er­lendra ból­fé­laga Öldu var skemmti­lega fram­kvæmt af Oddi Júlí­us­syni. Sam­tal og sviðshreyf­ing­ar systr­anna Öldu og Ölmu (Edda Arn­ljóts­dótt­ir) og Siggu (Snæfríður Ingvars­dótt­ir), dótt­ur Ölmu, um brjóstakrabba­mein Ölmu voru afar fal­lega út­færðar.


Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir ber sýn­ing­una uppi í hlut­verki Öldu og ger­ir margt mjög vel. Gleði henn­ar eft­ir fyrsta ástar­fund þeirra Ant­ons er fölskvalaus og lost­inn skýr. Að sama skapi tekst henni vel að miðla ör­vænt­ingu Öldu og sorg eft­ir að sam­band­inu lýk­ur – og þar er stíg­and­in góð. Í ljósi þess að Ant­on er stóra ást­in í lífi Öldu og sá sem veld­ur hug­sýki henn­ar sem á end­an­um leiðir til dauða hefði senni­lega verið áhrifa­meira og skapað skýr­ari hvörf ef áhorf­end­ur hefðu fengið að upp­lifa Öldu yf­ir­vegaðri, án þess þó að vera kald­lynd eða til­gerðarleg, í upp­hafi sýn­ing­ar­inn­ar.

Björn Hlynur Haraldsson og Nína Dögg Filippusdóttir sem Anton og …
Björn Hlyn­ur Har­alds­son og Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir sem Ant­on og Alda. Steve Lor­enz


Björn Hlyn­ur Har­alds­son hef­ur góða nær­veru á sviðinu í hlut­verki Ant­ons, en líður óneit­an­lega fyr­ir það úr hversu litlu hann hef­ur að moða til per­sónu­sköp­un­ar. Far­in er sú leið í hand­rit­inu að auka vægi stjórn­mála­vafst­urs Ant­ons sem í sam­heng­inu virðist að nokkru út­skýra hvers vegna hann hafn­ar ást­konu sinni og leyni­makk­inu,“ stend­ur í dómn­um sem lesa má í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Ef maki þinn stendur ekki við skuldbindingar sínar, bjargar þú málunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Ef maki þinn stendur ekki við skuldbindingar sínar, bjargar þú málunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir