Vígvöllur gagnrýni

Hörður Sveinsson

Álfahöllin er margbrotið og heillandi listaverk. Því er ekkert heilagt, það skammast sín hvorki fyrir lágkúru né fimmaurabrandara. Það ískrar í því reiðin og vill gjarnan smita okkur öll, en því finnst þessi reiði sín líka svolítið kjánaleg. Aðallega veit það að það er til einskis að hafa dýpt ef ekki tekst að lokka gestina til að kafa,“ skrifar Þorgeir Tryggvason í leikdómi sínum um Álfahöllina í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar sem Þjóðleikhúsið frumsýndi um helgina. 

Meðal þeirra spurninga sem velt er upp í sýningunni er hvaða þýðingu Þjóðleikhúsið hafi – og leikhús almennt – fyrir þá sem þar starfa, sem listamenn og einstaklinga? Hvað hefur það að segja áhorfendum? Hvaða gagn gerir það samfélaginu? Um hvað fjallar það, hvað kemst ekki að og hvers vegna ekki? Hvað getur það gert?

„Þetta hljómar auðvitað sjálfhverft, upphafið og leiðinlegt, en það er Álfahöllin svo sannarlega ekki. Örlítið sjálfhverf kannski í gamansögum úr leikhúsinu, en gamansögur réttlæta sjálfar sig ef þær standa undir nafni. Pínulítið óvæntur léttleiki er grunntónninn í efnistökunum og næstum alltaf þegar hún vill vera fyndin er hún það. Stundum svo um munar.“

Hörður Sveinsson

Þrátt fyrir léttleikann er, að mati rýnis, þungur undirtónn í sýningunni. „... tvö verkanna sem rifjuð eru upp fá „óbrjálaða“ meðferð – hér er hvorki skopast með Fjalla-Eyvind Pétur Gaut. Harmleikurinn um allsleysið og hinn um tómið í allsnægtunum eru hornsteinar hallarinnar. Í upphafi er sungið yfir barninu sem fórnað er á flóttanum og í lokin fáum við svo söng Sólveigar sem bíður alla ævi eftir sínum flóttamanni.

Með léttleikanum tekst á snjallan en einfaldan hátt að setja áhorfandann í meðvitaða og gagnrýna stöðu strax í upphafi, þar sem leikararnir segja örstuttar sögur um fyrstu kynni sín af leikhúsinu og listinni. Með því að hafa eina þeirra augljóslega ósanna (eða réttara sagt: líklega sanna en greinilega rangfeðraða) erum við látin koma okkur fyrir á sætisbrúninni og búin undir það sem koma skal, tilbúin að greina, spyrja, efast.

Sýningin fer ekki leynt með hópvinnueðli sitt. Atriðin eru ósamstæð að efni, aðferðir ólíkar, tengingar bláþráðóttar en sumar mjúkar og fallegar, eins og þegar Ólafur Egill Egilsson er borinn til grafar í hlutverki Guðjóns Samúelssonar en umbreytist á leiðinni í Þröst Leó Gunnarsson að hrekkja Baldur Trausta Hreinsson og aðra mótleikara sína í Edit Piaf. Leikararnir sjálfir eru í forgrunni, eða nálægt yfirborðinu þá sjaldan þeir bregða sér í hlutverk í þeim verkum úr sögu leikhússins sem fyrir þeim verða. Texti sem ekki er sóttur beint í leikritin ber með sér að vera ekki orðaður í eitt skipti fyrir öll heldur umorðaður í hvert sinn innan þess ramma – út frá þeim kjarna – sem viðkomandi atriði hefur,“ segir m.a. í leikdómnum sem lesa má í heild sinni í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir