Jude Law verður Dumbledore

Hjartaknúsarinn Jude Law mun fara með hlutverk hins unga Albus …
Hjartaknúsarinn Jude Law mun fara með hlutverk hins unga Albus Dumbledore. AFP

Jude Law hef­ur verið ráðinn til að fara með hlut­verk Al­bus Dumbledore í næsta hluta Fant­astic Be­asts and Wh­ere to Find Them-kvik­myndaserí­unn­ar. Mynd­irn­ar ger­ast í galdra­heimi J.K. Rowl­ing en at­b­urðir næstu mynd­ar eiga sér stað ára­tug­um áður en Dumbledore verður skóla­stjóri hins heimsþekkta Hogw­arts.

Law verður hinn ungi Dumbledore; þegar hann starfar sem um­mynd­un­ar­pró­fess­or við Hogw­arts. Lík­lega mun mynd­in gera átök­um hans og Gell­ert Grindelwald skil en komið er inn á þau í bók­un­um um Harry Potter og þá kom Grindelwald við sögu í fyrstu Fant­astic Be­asts-mynd­inni, þar sem hann var leik­inn af Johnny Depp.

Til­kynnt var um ráðning­una á Pottermore.com, heim­ili skáld­skap­ar J.K. Rowl­ing á in­ter­net­inu. Höf­und­ur­inn reit sjálf hand­ritið að fyrstu Fant­astic Be­asts-mynd­inni og á einnig heiður­inn að hand­riti næstu mynd­ar.

Tök­ur mynd­ar­inn­ar hefjast í sum­ar en hún verður frum­sýnd 16. nóv­em­ber 2018. Til stend­ur að Fant­astic Be­asts-mynd­irn­ar verði fimm tals­ins.

Richard Harris fór fyrstur með hlutverk Dumbledore en Michael Gambon …
Rich­ard Harris fór fyrst­ur með hlut­verk Dumbledore en Michael Gam­bon tók við þegar Harris féll frá. Mynd/​Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þá er komið að því að láta langþráðan draum rætast. Ef einhvern tímann er ástæða til að fara varlega með peningana, þá er það í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Lone Theils
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þá er komið að því að láta langþráðan draum rætast. Ef einhvern tímann er ástæða til að fara varlega með peningana, þá er það í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Lone Theils