Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake og eiginkona hans, leikkonan Jessica Biel, eru stödd í fríi á Íslandi að því er fram kemur í frétt Vísis.
Í fréttinni segir að þau dvelji nú á Suðurlandi.
Timberlake og Biel byrjuðu saman árið 2007 og giftu sig árið 2012. Þau eiga saman eitt barn, soninn Silas Randall Timberlake sem er fæddur í apríl árið 2015.
Tónlistarmaðurinn er ekki alls ókunnugur Íslandi. Hann hélt tónleika í Kórnum í Kópavogi í ágúst árið 2014.
Hér getur þú séð myndir sem Timberlake birti af Íslandsdvöl sinni.