„Ég held upp á Cinco De Mayo í jarðhitalaug eins og alvöru illmenni úr Bond-kvikmynd. Skál!“ Þetta skrifar bandaríska leikkonan Jessica Biel, eiginkona Justins Timberlake, með mynd sem hún birti á Instagram í gær. Parið er á ferðalagi um Ísland.
Myndin af Biel er tekin í heitu lauginni að Laugafelli á Sprengisandsleið. Laugafell er milli Hofsjökuls og Vatnajökuls og má því búast við að parið hafi fengið smjörþefinn af samspili íss og elda á ferðalagi sínu.
Cinco De Mayo er fagnað 5. maí ár hvert. Er þá ótrúlegs sigurs mexíkóskra hersveita gegn Frökkum í orrustunni um Puebla árið 1862 minnst. Í Bandaríkjunum er þessi dagur notaður til að fagna tengslum við Mexíkó og menningu innflytjenda þaðan.
Celebrating #CincoDeMayo in a geo-thermal pool like a real life Bond villain. Cheers!
A post shared by Jessica Biel (@jessicabiel) on May 5, 2017 at 3:33pm PDT