Biel birti mynd frá Íslandi

Jessica Biel ásamt eiginmanni sínum, Justin Timberlake.
Jessica Biel ásamt eiginmanni sínum, Justin Timberlake. AFP

„Ég held upp á Cinco De Mayo í jarðhitalaug eins og alvöru illmenni úr Bond-kvikmynd. Skál!“ Þetta skrifar bandaríska leikkonan Jessica Biel, eiginkona Justins Timberlake, með mynd sem hún birti á Instagram í gær. Parið er á ferðalagi um Ísland.

Myndin af Biel er tekin í heitu lauginni að Laugafelli á Sprengisandsleið. Laugafell er milli Hofsjökuls og Vatnajökuls og má því búast við að parið hafi fengið smjörþefinn af samspili íss og elda á ferðalagi sínu.

Cinco De Mayo er fagnað 5. maí ár hvert. Er þá ótrúlegs sigurs mexíkóskra hersveita gegn Frökkum í orrustunni um Puebla árið 1862 minnst. Í Bandaríkjunum er þessi dagur notaður til að fagna tengslum við Mexíkó og menningu innflytjenda þaðan.

Celebrating #CincoDeMayo in a geo-thermal pool like a real life Bond villain. Cheers!

A post shared by Jessica Biel (@jessicabiel) on May 5, 2017 at 3:33pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup