Justin Timberlake æfði golfsveifluna á íslensku fjalli í fríi sínu hér á landi. Á síðustu dögum hafa hann og eiginkonan Jessica Biel notið lífsins á Íslandi. Myndin er tekin í Skagafirði. Þyrla flutti kappann upp á fjall þaðan sem brunað er niður á snjóbretti eða skíðum.
Timberlake valdi snjóbrettið.
„Þegar þú ferð með þyrlu á snjóbretti en þarft að taka nokkrar golfsveiflur,“ skrifar Timberlake með mynd sem hann birti á Instagram-síðu sinni í dag, sunnudag.
When you're heli-boarding but you need to get some reps in on your golf swing...
A post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) on May 7, 2017 at 10:24am PDT