Má ekki ritskoða sig of mikið

Gísli Marteinn í blaðamannahöllinni í Kænugarði.
Gísli Marteinn í blaðamannahöllinni í Kænugarði. mbl.is/Auður

Sjón­varps­maður­inn Gísli Marteinn Bald­urs­son kynn­ir Eurovisi­on í ár og ger­ir það í átt­unda skiptið. Hann seg­ir mik­inn und­ir­bún­ing fel­ast í starf­inu og að mark­miðið sé að segja skemmti­lega og sniðuga hluti án þess þó að særa neinn. Þó má ekki rit­skoða sig of mikið.

Gísli var fyrst kynn­ir árið 1999 og svo aft­ur árin 2000, 2001, 2003, 2004 og 2005. Síðan kom hann ekki aft­ur í stöðuna fyrr en rúm­um ára­tug síðar eða í fyrra og seg­ir hann keppn­ina hafa breyst og stækkað mjög mikið á þeim tíma. Hann seg­ir starfið mjög skemmti­legt.

„En það sem er kannski skrýtn­ast við þetta er að ég er minnst með ís­lenska hópn­um af öll­um í hópn­um. Ég er bara svo­lítið einn á báti,“ út­skýr­ir Gísli. „Ég horfi á all­ar æf­ing­ar en sé bara ís­lenska atriðið og hóp­inn þar sem ég sit uppi í rjáfri.“

Fer á all­ar æf­ing­ar

Gísli seg­ist fara á all­ar æf­ing­ar bæði til þess að hlusta á lög­in en líka til að reyna að sjá hvernig atriðin þró­ast á sviðinu. „Ég er svona að reyna að sjá hvað fólk er að vinna með og reyna að fá stöðugar hug­mynd­ir um hvernig á að lýsa þessu. Ekki endi­lega að reyna að finna brand­ara, þó að maður reyni að hafa einn og einn þarna inni, en eitt­hvað sniðugt.  Ef eitt­hvað minn­ir á eitt­hvað sér­stak­lega ís­lenskt eða ein­hver er lík­ur Íslend­ingi eða teng­ist ein­hverj­um heima er það alltaf gam­an.“

Gísli er bú­inn að vera í Kænug­arði frá fyrsta degi æf­inga en seg­ir það alls ekki þannig að all­ir kynn­arn­ir komi á fyrsta degi eins og hann. „En þeir eru venju­lega með aðstoðar­menn,“ út­skýr­ir hann. „Ég sit til dæm­is mjög mikið með tveim­ur stelp­um frá BBC, hvor­ug er kynn­ir, þær sitja bara og skrifa brand­ara ofan í bresku kynn­ana.“

Hann seg­ir nauðsyn­legt að til þess að gera kynn­a­starfið vel þurfi að þekkja lagið strax og það byrj­ar, vita hvað höf­und­arn­ir heita og hvað flytj­end­urn­ir heita. „Mér finnst þetta voðal­ega skemmti­legt,“ seg­ir Gísli.

Allt annað líf en í Kænug­arði 2005

Keppn­in í ár er hald­in í Kænug­arði og er þetta í annað skipti sem það ger­ist. Hún var fyrst hald­in í borg­inni árið 2005 eft­ir að söng­kon­an Rusl­ana vann keppn­ina með lagið Wild Dances í keppn­inni 2004. Gísli seg­ir hverja gest­gjafa­borg setja mark sitt á keppn­ina á hverju ári.

„Í fyrra í Stokk­hólmi hafði ég nátt­úru­lega ekki farið í ára­tug og fannst magnað að sjá hvað keppn­in var orðin stór og fag­mann­leg. Sví­arn­ir gerðu þetta nátt­úru­lega svo fá­rán­lega vel. Keppn­in í ár er kannski lík­ari því sem ég man eft­ir fyr­ir um tíu árum síðan. Aðstaðan er ekki full­kom­in og netið er alltaf að detta út. En þetta er hins veg­ar allt annað líf en í Kænug­arði 2005, það var rosa­legt,“ seg­ir Gísli.

„Blaðamanna­höll­in var bara úti á bíla­plani. Sem bet­ur fer var gott veður en það var til dæm­is ekk­ert gólf og þeir bara dældu bjór í blaðamenn­ina til þess að hafa þá aðeins glaðari. En nú er mjög mik­ill mun­ur, en aðallega á borg­inni sjálfri,“ seg­ir Gísli. „Kænug­arður var með al­veg svaka­lega „sov­éska timb­ur­menn“ árið 2005, miklu meira en ég hafði haldið, en hef­ur hrist það mjög vel af sér á síðustu tíu árum og er al­veg stór­skemmti­leg borg,“ seg­ir Gísli og nefn­ir að mun fleiri tali ensku hérna nú en árið 2005.

Kænugarður er í Eurovision-skrúða þessa dagana. Gísli segir borgina hafa …
Kænug­arður er í Eurovisi­on-skrúða þessa dag­ana. Gísli seg­ir borg­ina hafa breyst mjög mikið frá ár­inu 2005. AFP

Tel­ur sirk­us­inn á leið til Mílanó eða Lissa­bon á næsta ári 

Nú ligg­ur fyr­ir hvaða 26 lög það eru sem keppa í úr­slit­un­um annað kvöld. En hver eru upp­á­halds­lög Gísla í ár?

„Ég ætla að segja Portúgal og Ítal­ía en þau eru bæði frá­bær. Ég er aðeins að reyna að greina í hausn­um á mér hvað af því eru bara söngv­ar­arn­ir, þeir eru báðir al­veg gríðarlega sjarmer­andi flytj­end­ur. Ég hef aldrei vaknað á morgn­ana með portú­galska lagið sönglandi í hausn­um en ég elska flutn­ing­inn, hann er einn sá magnaðasti sem ég hef séð. Það verður eitt­hvað svaka­legt þegar hann flyt­ur það á laug­ar­dag­inn,“ seg­ir Gísli.

Portúgalinn Salvador Sobral flytur lagið Amar Pelos Dois og er …
Portúgal­inn Sal­vador Sobral flyt­ur lagið Amar Pe­los Dois og er spáð mjög góðu gengi, jafn­vel sigri. AFP

„Ítalski flytj­and­inn er með lag sem er auðvelt að syngja með og all­ir fara að dansa við það í par­tí­inu og all­ur sal­ur­inn hér. Þetta er al­veg ótrú­lega vel hannað lag og ég held að sirk­us­inn sé að fara til Mílanó eða Lissa­bon á næsta ári. Sænska lagið er líka með þrusu­flott atriði, ég var bú­inn að sjá mynd­band af atriðinu en það er miklu flott­ara og manni þykir meira til þess koma þegar maður sér það „live“.“

Gísli seg­ir hóp­inn frá Svíþjóð geysi­lega vel æfðan. „Svo skemm­ir ekki fyr­ir að þeir hafa orðið mjög góðir vin­ir ís­lenska hóps­ins. Robin sem syng­ur er að vísu frek­ar feim­inn en dans­ar­arn­ir fjór­ir eru all­ir frá­bær­ir og ótrú­lega elsku­leg­ir. Þeir vilja all­ir koma til Íslands og dýrkuðu lagið henn­ar Svölu.“

Hann held­ur þó að það séu mjög mikl­ar lík­ur á því að Ítal­inn vinni. „Ég held að eng­inn mann­leg­ur mátt­ur geti komið í veg fyr­ir það,“ seg­ir hann en lag­inu hef­ur verið spáð sigri í veðbönk­um eig­in­lega al­veg frá því að fram­lagið var fyrst kynnt op­in­ber­lega. „Hann er það mik­ill for­ystusauður að fólk reyn­ir að gera þetta spenn­andi með því að tala önn­ur lög upp. En hann mun koma á sviðið á laug­ar­dag­inn og negla þetta.“

Ítalski söngvarinn Francesco Gabbani ásamt apanum.
Ítalski söngv­ar­inn Francesco Gabb­ani ásamt ap­an­um. AFP

Maður í apa­bún­ingi sem dans­ar á sviði Ítala í ár hef­ur vakið at­hygli og seg­ir Gísli að hann muni ef­laust hjálpa til. „En þeim er mikið í mun að út­skýra að ap­inn er ekki bara eitt­hvert bragð held­ur skila­boð um að við séum í raun apar og meg­um alltaf muna það,“ seg­ir hann og bæt­ir við að það sé heil­mik­il ádeila í lag­inu, sem heit­ir á góðri ís­lensku „vest­ræna karmað“ eða Occidentali's Karma á ít­ölsku.  

Gísli seg­ir að það sé hugs­un í lag­inu og að flytj­and­inn, Francesco Gabb­ani, sé fyrst og fremst mjög góður tón­list­armaður. „Hann veit al­veg hvað hann er að gera og hann er með glampa í aug­un­um sem er skemmti­leg­ur.“

Gagn­rýnd­ur fyr­ir að halda of mikið með Íslandi

Gísli seg­ist vona að hann snúi aft­ur í kynna­stöðuna að ári enda er hann mik­ill Eurovisi­on-áhugamaður. „Ég var það ekk­ert fyrst þegar ég fór 1999. Þá var ég fréttamaður í er­lend­um frétt­um en það vantaði ein­hvern til að fara. Ég er vin­ur Selmu og hafði verið að skrifa ein­hverj­ar frétt­ir um lagið og var beðinn um að fara. Þá var keppn­in mun minni en núna og það var hreint ekki eft­ir­sótt að sinna þess­ari stöðu.“

Eins og marg­ir muna hafnaði Selma Björns­dótt­ir með lagið All out of Luck í öðru sæti keppn­inn­ar árið 1999. Þá fékk Gísli þó nokkuð áhuga­verða gagn­rýni frá áhorf­end­um.

„Ég var gagn­rýnd­ur í Velvak­anda, þess tíma virk­um í at­huga­semd­um, um að hafa haldið of mikið með Íslandi. Það komu grein­ar þar sem það var kvartað yfir því að ég hafi ekki verið hlut­laus. Ég man svo vel eft­ir þessu því mér fannst þetta svo fá­rán­legt. Núna hef­ur þetta þró­ast út í að kynn­arn­ir hafa meiri skoðanir og leyfa sér aðeins meira. Kynn­ir­inn er eig­in­lega bara orðin ein vídd í þess­ari keppni sem kem­ur með upp­lýs­ing­ar og kannski góðlát­legt grín að kepp­end­um. Þeir gera ekk­ert til að hafa áhrif á hvernig menn velja sín upp­á­halds­lög,“ seg­ir Gísli. „1999 var þetta næst­um því eins og að lesa upp töl­ur á kjör­dag, núna er þetta skemmti­leg grein­ing á stöðunni.“

En ertu með bremsu?

„Já ég er með heil­mikla bremsu,“ seg­ir Gísli. „Mark­miðið er að segja ekk­ert sem sær­ir þann sem maður er að tala um eða þá sem eru heima án þess að vera of sótt­hreinsaður því þá er ekk­ert gam­an. Maður reyn­ir að rata í meðal­hóf því það er ekk­ert gam­an ef eng­inn væri móðgaður því þá hef­ur maður rit­skoðað sig aðeins of mikið.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Allir virðast hafa álit á því sem þú tekur þér fyrir hendur. Vertu þínu innra barni gott foreldri með þvi að hleypa því út.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Allir virðast hafa álit á því sem þú tekur þér fyrir hendur. Vertu þínu innra barni gott foreldri með þvi að hleypa því út.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir