Ók 160 km til þess að sækja kærustuna

Vilhjálmur og Harry ganga til athafnarinnar í gærmorgun.
Vilhjálmur og Harry ganga til athafnarinnar í gærmorgun. AFP

Harry Bretaprins ók 160 kílómetra til þess að sækja kærustu sína Meghan Markle og fara með henni í brúðkaupsveislu Pippu Middleton í gærkvöldi. 

Harry mætti í athöfnina í gærmorgun ásamt bróður sínum Vilhjálmi en samkvæmt frétt Sky News fór hann snemma úr síðdegisveislu eftir brúðkaupið til þess að sækja Markle, sem beið hans í Kensington-höll í Lundúnum.

Uppi höfðu verið hugmyndir um að Markle myndi mæta í athöfnina með Harry og hefði það verið í fyrsta skiptið sem þau sjást saman opinberlega síðan þau byrjuðu saman í fyrra. Samkvæmt frétt Sky News vildi Markle ekki koma í athöfnina því það hefði mögulega skyggt á brúðhjónin.

Brúðkaup Pippu Middleton og James Matthews í gær var stjörnum prýtt, enda er Middleton systir Katrínar hertogaynju af Cambridge. Meðal gesta í athöfninni voru Georg prins og Karlotta prinsessa, en Georg var hringaberi og Karlotta brúðarmey í athöfninni.

Um kvöldið var síðan veisla á heimili Middleton-hjónanna, foreldra Pippu og Katrínar, og voru Harry og Markle gestir þar samkvæmt Sky News. 

Breskir fjölmiðlar hafa haldið því fram að kostnaðurinn við brúkaupið nemi 300.000 punda, eða sem nemur tæpum 40 milljónum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka