Hérna eyðir Pippa hveitibrauðsdögunum

Pippa Middleton og James Matthews eiga gott frí í vændum.
Pippa Middleton og James Matthews eiga gott frí í vændum. samsett mynd

Nýgiftu hjónin Pippa Middleton og James Matthews sáust á LAX-flugvellinum á leið sinni til Frönsku-Pólýnesíu. Hjónakornin munu vera á leið til eyjunnar Tetiaroa sem þekkt er fyrir að hafa verið í eigu stórleikarans Marlons Brando. 

Samkvæmt Hello munu hjónakornin eyða viku á eyjunni í brúðkaupsferðinni á hóteli sem kallast The Brando. Eyjan er einstaklega falleg og hægt að stunda hinar ýmsu vatnaíþróttir þar en hjónin eru miklir íþróttagarpar og fóru meðal annars út að skokka saman daginn fyrir brúðkaupið. 

Verð á einbýli á hótelinu er að minnsta kosti 270.000 íslenskar krónur en gert er ráð fyrir að hjónin borgi meira enda mjög efnuð og líklegt er að þau nýti sér 24 klukkustunda þjónustu. Eftir viku á eyjunni munu þau fara í frí á skoskt sveitasetur í eigu fjölskyldu Matthews. 

Hér má sjá myndir af eyjunni og hótelinu sem hjónin munu eyða hveitibrauðsdögunum á. 

ljósmynd/thebrando.com
ljósmynd/thebrando.com
ljósmynd/thebrando.com
ljósmynd/thebrando.com
ljósmynd/thebrando.com
ljósmynd/thebrando.com
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup