Neitaði aftur að leiða Donald Trump

Melania Trump er ákveðin kona.
Melania Trump er ákveðin kona. mbl.is/AFP

Þegar Trump-hjónin stigu út úr forsetaflugvél Bandaríkjanna á flugvellinum í Róm í gær kom Melania Trump sér aftur hjá því að leiða eiginmann sinn þegar hann reyndi að ná til hennar. 

Eins og vani er vinkuðu hjónin þegar þau stigu út úr flugvélinni eftir það teygði Donald sig í hönd Melaniu en hún var fljót að kippa að sér hendinni og þóttist þurfa að laga hárið á sér. Forsetinn dó hins vegar ekki ráðalaus og greip um rassinn á henni í staðinn. 

Mikið var skrifað um samband Trump-hjónanna í vetur enda vakti það furðu að Melania ákvað að halda áfram að búa í New York á meðan Donald fluttist í Hvíta húsið. Það mun þó vera breyting á nú í haust þar sem Melania og sonur þeirra Barron flytja til Washington. 

Donald Trump virtist ekki vera kátur með það að fá …
Donald Trump virtist ekki vera kátur með það að fá ekki að leiða eiginkonu sína. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar