Söngvarinn Robbie Williams minntist fórnarlamba hryðjuverksins í Manchester þegar hann hélt tónleika á Etihad-vellinum í borginni í gærkvöldi. 22 létu lífið í kjölfarið á sjálfsvígssprengju í borginni í byrjun síðustu viku.
Williams tileinkaði lagið „Angels“ þeim sem létust í árásinni en átti erfitt með söng og leyfði þúsundum tónleikagesta að syngja lagið í staðinn. Á myndskeiðum sem áhorfendur tóku sést að söngvarinn barðist við að halda aftur af tárunum.
Emotional moment as @robbiewilliams dedicates angles to manchester victims #robbielive #robbiewilliams #manchester #mcr #rw #RWEtihad pic.twitter.com/5YCFjP5vqK
— Dan Leach (@AR_DanLeach) June 2, 2017
Þegar tónleikarnir hófust ávarpaði Williams gesti: „Við erum Manchester og við erum ekki hrædd.“ Söngvarinn deildi mynd á Twitter-síðu sína að tónleikum loknum þar sem sjá má regnboga á himni. Við myndina skrifaði Williams einfaldlega Mancester og sett mynd af hjarta við hliðina.
Talið er líklegt að Williams komi fram ásamt fyrrverandi hljómsveit sinni, Take That, á styrktartónleikum Ariönu Grande sem fara fram í Manchester annað kvöld. Tónleikarnir bera yfirskriftina „One Love“ eða Ein ást, og er ætlað að afla fjár fyrir fjölskyldur fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í borginni.
Manchester ❤️ pic.twitter.com/azoEUpS7Mi
— Robbie Williams (@robbiewilliams) June 3, 2017