Robbie Williams barðist við tárin

Robbie Williams.
Robbie Williams. mbl

Söngvarinn Robbie Williams minntist fórnarlamba hryðjuverksins í Manchester þegar hann hélt tónleika á Etihad-vellinum í borginni í gærkvöldi. 22 létu lífið í kjölfarið á sjálfsvígssprengju í borginni í byrjun síðustu viku.

Williams tileinkaði lagið „Angels“ þeim sem létust í árásinni en átti erfitt með söng og leyfði þúsundum tónleikagesta að syngja lagið í staðinn. Á myndskeiðum sem áhorfendur tóku sést að söngvarinn barðist við að halda aftur af tárunum. 

Þegar tónleikarnir hófust ávarpaði Williams gesti: „Við erum Manchester og við erum ekki hrædd.“ Söngvarinn deildi mynd á Twitter-síðu sína að tónleikum loknum þar sem sjá má regnboga á himni. Við myndina skrifaði Williams einfaldlega Mancester og sett mynd af hjarta við hliðina.

Talið er líklegt að Williams komi fram ásamt fyrrverandi hljómsveit sinni, Take That, á styrktartónleikum Ariönu Grande sem fara fram í Manchester annað kvöld. Tón­leik­arn­ir bera yf­ir­skrift­ina „One Love“ eða Ein ást, og er ætlað að afla fjár fyr­ir fjöl­skyld­ur fórn­ar­lamba hryðju­verka­árás­ar­inn­ar í borginni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir