Robbie Williams barðist við tárin

Robbie Williams.
Robbie Williams. mbl

Söngvarinn Robbie Williams minntist fórnarlamba hryðjuverksins í Manchester þegar hann hélt tónleika á Etihad-vellinum í borginni í gærkvöldi. 22 létu lífið í kjölfarið á sjálfsvígssprengju í borginni í byrjun síðustu viku.

Williams tileinkaði lagið „Angels“ þeim sem létust í árásinni en átti erfitt með söng og leyfði þúsundum tónleikagesta að syngja lagið í staðinn. Á myndskeiðum sem áhorfendur tóku sést að söngvarinn barðist við að halda aftur af tárunum. 

Þegar tónleikarnir hófust ávarpaði Williams gesti: „Við erum Manchester og við erum ekki hrædd.“ Söngvarinn deildi mynd á Twitter-síðu sína að tónleikum loknum þar sem sjá má regnboga á himni. Við myndina skrifaði Williams einfaldlega Mancester og sett mynd af hjarta við hliðina.

Talið er líklegt að Williams komi fram ásamt fyrrverandi hljómsveit sinni, Take That, á styrktartónleikum Ariönu Grande sem fara fram í Manchester annað kvöld. Tón­leik­arn­ir bera yf­ir­skrift­ina „One Love“ eða Ein ást, og er ætlað að afla fjár fyr­ir fjöl­skyld­ur fórn­ar­lamba hryðju­verka­árás­ar­inn­ar í borginni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir