Frumstæð athöfn

Dubfire, réttu nafni Ali Shirazinia.
Dubfire, réttu nafni Ali Shirazinia. Birt með leyfi listamannsins

Bandaríski raft­ónlistarmaðurinn og plöt­usnúðurinn Du­bf­i­re, réttu nafni Ali Sh­ira­z­inia, er einn þei­rra sem koma munu fram á tónlista­r­hátíðinni Secret Solst­i­ce sem hef­st í dag í La­ugard­al en hann þykir með þeim frem­stu í heimi þegar kem­ur að rafm­agnaðri dans­t­ónlist. Sh­ira­z­inia ski­paði áður dúettinn Deep Dish með félaga sínum Sha­ram Tay­ebi og nutu þeir mikillar hy­lli á sínum tíma, hlutu m.a. Gr­a­mmy-verðlaun fy­r­ir besta dans­lagið og bestu dans­plö­t­una og end­u­rhljóðblönduðu lög eftir fjölda heim­s­kunnra tónlistarm­anna og hljóm­s­veita, m.a. Madonnu, Rolling Stones, Depec­he Mode, Dido, Janet Jacks­on og Just­in Tim­berlake. Deep Dish lék frams­ækna house-tónlist en þeir Sh­ira­z­inia og Tay­ebi héldu svo hvor í sína átt­ina og hófu sólóf­erla. Sh­ira­z­inia sneri sér að teknói og hef­ur nú leikið á nánast öllum tónlista­r­hátíðum og dans­klú­bbum heims, ef marka má vef­síðu Secret Solst­i­ce.

Líf í ferðat­ös­ku

Sh­ira­z­inia er á leið í flug þegar blaðamaður nær tali af honum, viku áður en Secret Solst­i­ce hef­st. Förinni er heitið til Suður-Kóreu og þaðan til Sing­a­púr, Barcelona og Va­rsjár. Að loknum tónlei­kum í Va­rsjá ligg­ur leiðin svo til Íslands og er Sh­ira­z­inia að öllum líkindum lent­ur þegar þetta viðtal bi­rt­ist. „Þetta er dálítið galið,“ seg­ir hann um ferðalög­in. „Mér tekst í raun ald­r­ei að taka upp úr ferðat­ös­kunni. Hún er allt­af tilbú­in fy­r­ir næstu ferð.“

Sh­ira­z­inia hef­ur komið nokk­rum sinnum áður til Íslands og komið fram með Deep Dish. „Ég á minning­ar frá þeim tíma og vini sem ég eignaðist og held enn sa­mbandi við. Ég hef ekki hitt þá lengi og hlakka mikið til að snúa aft­ur. Og núna get ég sem bet­ur fer staldrað við í nok­kra daga og skr­oppið í skoðunarf­erðir,“ seg­ir hann.

Í leit að ameríska drau­m­num

En hver er Ali Sh­ira­z­inia? „Tja, í ljósi stöðunnar í stjórnm­álum nú um stund­ir þá er ég innfly­tjandi sem kom til Bandaríkj­anna árið 1979. Ég flúði by­lt­ing­una í Íran með for­eld­rum mínum og bróður í von um bet­ra líf. Við vildum freista þess að upplifa ameríska drau­minn sem við höfðum hey­rt svo mikið um, njóta þei­rra tækif­æra og frels­is sem landið hafði upp á að bjóða. Ég var svo heppinn að geta nýtt mér þau tækif­æri og frelsi til að hefja fer­il í tónlist og sem bet­ur fer náði ég góðum áran­g­ri,“ sva­r­ar Sira­z­inia.

–Þú fædd­ist árið 1971. Hvaða tónlist hafði hvað mest áhrif á þig þegar þú va­rst ung­ur maður að hefja tónli­sta­r­f­erilinn ?

„Ég hlustaði mikið á það sem var í út­va­r­pinu þá, á ní­unda árat­u­gnum, popp­t­ónlist þess tíma og ég á margar góðar minning­ar teng­dar henni. Þegar ég hey­ri lag frá ní­unda árat­u­gnum kveikir það um leið ákveðnar minning­ar. En þar sem ég var ekki með góð tök á ens­ku og ekki einn af vins­ælu kr­ökkunum í skólanum, var frekar inn­hverf­ur, fór ég að umg­ang­ast meira krakka sem voru líkir mér og hneigðust að listum; my­ndlist, ljós­m­y­nd­un, tónlist og annar­ri list. Þannig uppgöt­vaði ég alls konar áhugaverða tónlist sem ekki var leikin í út­va­r­pi og naut ekki vins­ælda og mér fannst hún tala til mín frekar en önnur. Ég kafaði djú­pt í þann brunn og fann inn­blást­ur sem fley­tti mér í gegnum ung­l­in­g­s­árin. Mörg okkar voru að fikta við tónlist og ég fór að spila með hljóm­s­veitum og grufla í raft­ónlist, koma fram sem plöt­usnúður og þetta vatt svo allt saman upp á sig og endaði með tónli­sta­r­f­erli,“ sva­r­ar Sh­ira­z­inia.

Mikilvægt að tónlist­in veki tilf­inning­ar

„Það er auðvitað tæknileg hlið á sta­r­f­inu en líka mikilvægt að pers­ónuleg­ur sm­ekkur þinn skili sér í því, að þú spilir tónlist sem talar til þín og kveikir tilf­inning­ar innra með þér,“ sva­r­ar Sh­ira­z­inia, spurður að því hver sé mikilvægasti hluti sta­rfs plöt­usnúðarins. „Síðan er það þessi andlega teng­ing sem þú nærð við áh­ey­r­end­ur, þessi ry­t­m­íska og tónlistar­lega end­u­rtekning sem get­ur leitt til þess að fólk verður gagn­t­ekið, líkt og það falli í trans, og þú með því. Plöt­usnúðar tala oft um að þeir verði eitt með áh­ey­r­endum og það þýðir í raun að þér hef­ur tekist að búa til hinn fu­llk­om­na storm, fu­llk­om­na eini­ngu fly­tjanda og áh­ey­r­enda með þessari end­u­rtekningu og þá ski­p­tir máli hvernig þú hleður end­u­rtekning­unni upp, lag fy­r­ir lag,“ útskýr­ir Sh­ira­z­inia.

Hann seg­ir listskö­p­un eða gjörning plöt­usnúðsins í raun mjög frum­stæða at­höfn og að það sé í eðli manns­ins að dansa eða hrey­fa líkamann þegar hann hey­ri takt sem höfðar til hans. „Að vera plöt­usnúður er því, fy­r­ir mér, mjög frum­stæð listskö­p­un og tjáning­ar­f­orm. Þú nærð ein­hvers konar sælu- og alg­l­ey­m­is­ást­andi með gestum.“

–Þetta virðist samt sem áður flókið sta­rf tæknilega séð. Þú þarft að stýra flóknum græjum og ýta á marga takka?

Sh­ira­zania seg­ir það misj­afnt eftir því hver eigi í hlut. Tæknin sé ekki að flækj­ast fy­r­ir plöt­usnúðum sem fari einf­öld­ustu leiðina, að spila hvert lagið á fæt­ur öðru. Hann fari hins vegar aðra leið sem rey­ni á skö­p­unar­gáf­una og ögri sér í hvert sinn sem hann kem­ur fram. „Ég kem fram á yfir 100 viðburðum á ári og það yrði ansi leiðinlegt ef ég væri bara með hey­rnart­ólin á hausnum og léki hvert lagið á fæt­ur öðru. Með því að spila eins og ég geri og nýta tæknina til fu­llnustu verður upplif­unin líf­rænni og betri, bæði fy­r­ir mig og gest­ina,“ bætir Sh­ira­zania við. Í ljósi þessa alls geti hann því óm­ög­u­lega sva­rað því hvað hann komi til með að spila fy­r­ir gesti Secret Solst­i­ce þó hann sé með ákveðna leið í huga, viti hvaða stefnu hann ætli að taka. „Það tekur allt frá hálf­t­íma upp í klu­kkust­und að fá góða tilf­inningu fy­r­ir áh­ey­r­endum, sjá við hver­ju þeir bregðast best. Þegar sú kanínu­hola er fundin er hægt að fara ofan í hana.“

Of lítið og of mikið stuð

–Hef­urðu lent í tónleikagestum sem virðast ekki bregðast vel við neinu sem þú spilar, kom­ast hreinlega ekki í stuð?

Sh­ira­zania hlær. „Ég held að allir plöt­usnúðar hafi lent í því. Þú get­ur verið í besta klú­bbi sem völ er á með besta hljóðkerfi sem til er og frá­bæra tónlist en samt lent í dau­fum gestum sem ekk­ert virðist hrey­fa við. Og hið gagnstæða get­ur líka gerst.“

–Þú átt við að tónleikagestir geti orðið of æstir og að þú þurf­ir jafnvel að róa þá niður?

„Já. Ég hef lent í því að tónleikagestir séu að ganga af göflunum yfir ein­hver­ju sem ég er að spila og ég skil ekk­ert af hver­ju af því tónlist­in hef­ur ekki þau áhrif á mig, lýs­ing­in kannski líka of st­erk eða hljóðið ekki nógu gott,“ seg­ir Sh­ira­zania kí­minn.

Hann er að lokum spurður að því hvað það sé sem ha­ldi honum enn gang­andi og spenntum fy­r­ir því að koma fram sem plöt­usnúður. „Ég held að í gr­unninn sé það tvennt. Ann­ars vegar teng­ist það því að hafa verið inn­hverf­ur á unga aldri en vilja vera út­hverf­ur og finna þá leið í því koma fram fy­r­ir fjölda fólks. Mér leið bet­ur þegar ég tók þátt í skólaleik­r­itum eða lék með hljóm­s­veitum, mér fannst það bet­ra en að eiga í pers­ónulegum sams­ki­p­tum inn­an fá­m­enns hóps. Hins vegar er það svo tónlist­in, mig lang­ar að koma henni á framf­æri. Ég naut þess sem strá­kur að uppgöt­va nýja tónlist og ky­nna hana fy­r­ir öðrum og ég nýt þess enn. Ég hef verið að uppgöt­va nýja og stór­k­ost­lega raft­ónlist og nýti mér plöt­usnúðar­st­a­r­fið til að koma henni á framf­æri. Þessi löng­un hef­ur ekk­ert dvínað með ald­rinum þó tækninni hafi fley­gt mikið fram og raft­ónlist þró­ast og náð mikilli út­breiðslu,“ seg­ir Sh­ira­zania, bet­ur þekkt­ur sem Du­bf­i­re.

Tónleikar Du­bf­i­re fara fram í Hel á Secret Solst­i­ce, á miðnætti sunnudaginn 18. júní.

Nánar um málið
í Mor­g­un­blaðinu
Áskr­if­end­ur:
Nánar um málið
í Mor­g­un­blaðinu
Áskr­if­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Hlutirnir gerast hraðar í kringum þig en þér finnst þægilegt. þú værir til í að vinna með öðrum að stórum málum, en þú þarft að vera í einrúmi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebast­i­an Ri­c­hels­en
3
Árni Þór­arinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Guðrún J. Magnúsd­óttir
5
Jónína Leósd­óttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Hlutirnir gerast hraðar í kringum þig en þér finnst þægilegt. þú værir til í að vinna með öðrum að stórum málum, en þú þarft að vera í einrúmi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebast­i­an Ri­c­hels­en
3
Árni Þór­arinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Guðrún J. Magnúsd­óttir
5
Jónína Leósd­óttir