Dave Grohl hrósaði Íslendingum í hástert

Dave Grohl í góðum gír uppi á sviði í kvöld.
Dave Grohl í góðum gír uppi á sviði í kvöld. mbl.is/Hanna

Bandaríska rokksveitin Foo Fighters steig á svið á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í kvöld og flutti þar flest af sínum bestu lögum, auk þess sem þrjú ný lög voru frumflutt.

Áhorfendur voru hressir á Secret Solstice.
Áhorfendur voru hressir á Secret Solstice. mbl.is/Hanna

Forsprakki sveitarinnar Dave Grohl talaði til áhorfenda og sagðist hafði ekkert nema gott um Ísland að segja. Landið væri mikil fyrirmynd því hérna beri fólk mikla virðingu fyrir náttúrunni, Íslendingar séu gáfaðir og komi einnig vel fram hver við annan.

Hann bætti við að ef hann myndi einhvern tíma flytja á annan stað með fjölskyldu sinni kæmi Ísland þar sterklega til greina. 

Hljómsveitin Foo Fighters í Laugardalnum.
Hljómsveitin Foo Fighters í Laugardalnum. mbl.is/Hanna

Grohl greindi einnig frá því að hann hafi keypti sér hálsmen þegar Foo Fighters kom hingað fyrst til lands árið 2003 og hann hafi ekki tekið það af sér síðan.

mbl.is/Hanna

Lítil dóttir Grohl steig jafnframt á svið á tónleikunum og lék undir í Queen-laginu We Will Rock You.

mbl.is/Hanna

Sveitin spilaði í um eina og hálfa klukkustund og var stemningin mjög góð, að sögn blaðamanns mbl.is á staðnum.

Secret Solstice heldur áfram á morgun en hátíðinni lýkur á sunnudaginn.

Rapparinn GKR tók lagið.
Rapparinn GKR tók lagið. mbl.is/Hanna
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir