Fisher glímdi við kæfisvefn

Carrie Fisher árið 2004.
Carrie Fisher árið 2004. AFP

Dánardómstjóri í Los Angeles-sýslu segir að kæfisvefn og aðrir þættir hafi leitt til dauða bandarísku leikkonunnar Carrie Fisher. 

Fisher, sem var sextug, veiktist í flugi þegar hún var að fljúga frá London til Los Angeles 23. desember. Hún var þá að kynna bókina The Princess Diarist. Hún lést fjórum dögum síðar. Í janúar var greint frá því að hún hefið fengið hjartaáfall. Móðir Fisher, leikkonan Debbie Reynolds, lést degi síðar.

Dánardómstjórinn segir hins vegar í yfirlýsingu að nákvæm dánarorsök liggi ekki fyrir, að því er segir á vef BBC.

Fram kemur á vef Landspítalans, að kæfisvefn sé ástand sem einkennist af endurteknum öndunartruflunum í svefni ásamt syfju þegar fólk er vakandi. Hjá fullorðnum telst það öndunarhlé ef öndunin hættir alfarið í 10 sekúndur eða lengur. Kæfisvefn kallast það þegar öndunarhlé í svefni eru 5 eða fleiri á klukkustund.

Dánardómstjórinn segir ennfremur að aðrir áhrifaþættir hafi leitt til dauða Fishers. Hún hafi verið greind með hjartasjúkdóm auk þess sem hún hafi í notað vímuefni.

Fisher er þekktust fyrir að leika Lilju prinsessu í Stjörnustríðskvikmyndunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan